Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 07. apríl 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holloway reiður í garð Walker: Myndi reyna að losna við hann
Kyle Walker.
Kyle Walker.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ian Holloway, sem nú stýrir Grimsby Town í ensku D-deildinni, segir að landsliðsferli Kyle Walker eigi nú að vera lokið og að Manchester City eigi að reyna að selja hann.

Þetta segir Holloway eftir að Walker braut reglur um samkomubann í Bretlandi með því að fá tvær vændiskonur heim til sín.

„Ég vil nýta þetta tækifæri til að biðjast afsökunar á ákvörðunum sem ég tók í síðustu viku. Ég átta mig á því að sem knattspyrnumaður er ég fyrirmynd og því fylgir ábyrgð," sagði Walker er hann baðst afsökunar á gjörðum sínum. Málið er núna til rannsóknar hjá Manchester City.

Hann er annar leikmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni sem er gómaður eftir að hafa brotið reglur í samkomubanni. Hinn var Jack Grealish, en báðir leikmenn höfðu sett myndbönd á samfélagsmiðla þar sem þeir hvöttu fólk til að halda sig innandyra vegna kórónuveirunnar.

Holloway vill að Walker fái stóra refsingu. Hann var í viðtali við Talksport og sagði: „Ég vil byrja á því að votta Pep Guardiola samúð mína."

Guardiola, stjóri Walker hjá Man City, missti móður sína af völdum kórónaveirunnar. Hún hét Dolors Sala Carrió og var 82 ára gömul.

„Hann lendir í því að missa móður sína og svo er hann með leikmann sem gerir svona, það er heilalaust. Hvað er hann að gera að halda svona partý?"

„Ég myndi reyna að losna við hann úr félaginu. Mér er sama um það sem hann hefur gert í fortíðinni. Þú verður að vera ábyrg manneskja."

„Geta stjórnvöld verið eitthvað skýrari? Það er sagt á hverjum degi: 'Ekki fara út, hjálpið heilbrigðisstarfsmönnum að bjarga mannslífum'. Ef þú nærð því ekki þá er eitthvað mikið að hjá þér."

Holloway talaði þá um fyrri kynslóðir sem börðust í stríðum. „Sjáið hvað þetta fólk gerði fyrir okkur. Við eigum bara að halda okkur innandyra og við getum ekki einu sinni gert það. Þetta er mikil vanvirðing fyrir kynslóðir sem börðust til að gera heiminn að betri stað."
View this post on Instagram

🙏🏾 #StayHomeSaveLives

A post shared by Kyle Walker (@kylewalker2) on


Athugasemdir
banner
banner
banner