Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. apríl 2020 13:00
Fótbolti.net
Hvar eru þeir nú? - Erlendir leikmenn sem léku á Íslandi (Annar hluti)
David James í marki ÍBV árið 2013.
David James í marki ÍBV árið 2013.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Kiko Insa á áhugaverðan feril að baki.
Kiko Insa á áhugaverðan feril að baki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Niclas Vemmelund varð Íslandmeistari með Stjörnunni árið 2014. Í dag
Niclas Vemmelund varð Íslandmeistari með Stjörnunni árið 2014. Í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thomas Guldborg Christensen var öflugur í vörn Vals.
Thomas Guldborg Christensen var öflugur í vörn Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jacob Schoop var frábær í liði KR árið 2015.
Jacob Schoop var frábær í liði KR árið 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jeremy Serwy í leik með FH.
Jeremy Serwy í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Tobias Salquist í leik með Fjölni.
Tobias Salquist í leik með Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daniel Bamberg í leik með Breiðabliki.
Daniel Bamberg í leik með Breiðabliki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mees Siers.
Mees Siers.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Margir erlendir leikmenn hafa leikið á Íslandi í gegnum tíðina og Fótbolti.net hefur tekið saman yfir lista hvar sumir af þessum leikmönnum eru niður komnir í dag.

Hér að neðan má sjá lista númer tvö af þremur. Leikmennirnir á þessum lista spiluðu á Íslandi á árunum 2013 til 2016.

Geturðu bætt við listann?
Ef að einhverjar upplýsingar eru vitlausar eða ef lesendur hafa skemmtilegar upplýsingar um erlenda leikmenn má endilega senda skilaboð á [email protected].

Sjá einnig:
Hvar eru þeir nú? - Erlendir leikmenn sem léku á Íslandi (Fyrsti hluti)


David James (ÍBV 2013)
Það vakti mikla athygli þegar fyrrum markvörður enska landsliðsins kom til ÍBV árið 2013. Hinn 49 ára gamli James þjálfaði Kerala Blasters í Indlandi og var með Hermann Hreiðarsson sem aðstoðarþjálfara þar. James var rekinn frá Kerala Blasters í desember 2018. Tónlist og list er ofarlega á lista hjá James eins og sjá má á Instagram síðu hans.

Jonas Grönner (KR 2013)
Hjálpaði KR að landa Íslandsmeistaratitlinum árið 2013 á láni frá Brann. Spilaði með Brann til ársins 2018 en hefur síðan þá verið á mála hjá Álasund þar sem hann hefur spilað með nokkrum Íslendingum.

Bradley Simmonds (ÍBV 2013)
Kom til ÍBV frá QPR fyrir sumarið 2013 en lagði svona skóna á hilluna eftir tímabilið, þá 19 ára gamall. Hefur getið sér mjög gott orð sem einkaþjálfari á Englandi en á meðal þeirra sem hann þjálfar er Theo Walcott, John Terry og Brendan Rodgers. Í dag er Bradley með 364 þúsund fylgjendur á Instagram.

Emil Berger (Fylkir 2013)
Spilaði í Árbænum síðari hluta sumars 2013. Fór síðan í sænsku C-deildina með liði sem heitir Forward. Í dag spilar Emil með Dalkurd í sænsku B-deildinni.

Mark Tubæk (Þór 2013 og BÍ/Bolungarvík 2012 og 2014)
Hinn 28 ára gamli Tubæk neyddist til að leggja skóna á hilluna árið 2018 eftir erfiða baráttu við ökklameiðsli. Skoraði sex mörk í Pepsi-deildinni með Þór árið 2013 áður en hann gekk aftur til liðs við BÍ/Bolungarvík. Flakkaði í neðri deildunum í Danmörku áður en skórnir fóru upp á hillu.

Kaspars Ikstens (Víkingur Ó. 2013)
Hinn 31 árs gamli Kaspars spilaði einungis þrjá leiki með Ólafsvíkingum árið 2013 áður en Einar Hjörleifsson tók stöðuna af honum. Kaspars byrjaði sem aðalmarkvörður Víkings um sumarið en stóð sig ekki vel. Kaspars fór í kjölfarið heim til Lettland þar sem hann varð bikarmeistari þrjú ár í röð með Jelgava. Spilar í dag með Rīgas Futbola Skola sem endaði í 2. sæti í Lettlandi á síðasta tímabili. Hefur verið viðloðandi lettneska landsliðið undanfarni ár.

Kiko Insa (Víkingur Ó. 2013 og Keflavík 2015)
Spænski varnarmaðurinn Kiko Insa lék með Víkingi Ólafsvík og Keflavík á Íslandi. Insa missti sæti sitt hjá Keflavík um mitt sumar í fyrra og fór í kjölfarið til Indónesíu þar sem spilaði í úrvalsdeildinni með Arema Cronous. Síðan þá hefur hann spilað bæði í Tælandi og Malasíu en í dag er hann á mála hjá Johor Darul Ta'zim í Malasíu. Insa hefur frá því árið 2017 spilað með landsliði Malasíu en hann er löglegur með liðinu þar sem amma hans fæddist þar í landi. Insa er mjög vinsæll á Instagram en hann er með 141 þúsund fylgjendur þar.

Niclas Vemmelund (Stjarnan 2014)
Danski bakvörðurinn varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014 Spilaði í kjölfarið nokkra leiki undir stjórn Magna Fannberg með IF Brommapojkarna í sænsku B-deildinni. Vemmelund spilaði síðan með Derry og Dundalk í írsku úrvalsdeildinni áður en hann lagði atvinnumannadrauminn til hliðar árið 2017. Spilar í dag með Middlefart í dönsku C-deildinni og er í námi í arkitektúr.

Harry Monaghan (Víkingur R. 2014)
Henry er enskur miðjumaður en hann spilaði sextán leiki með Víkingi 2014. Spilaði með Derry í írsku úrvalsdeildinni frá 2016 til 2018 en síðast fréttist af honum hjá Hume City í neðri deildunum í Ástralíu.

Sean Reynolds (FH 2014)
Bandarískur varnarmaður sem var ekki fastamaður í liði FH 2014. Hefur spilað í heimalandinu undanfarin ár og leikur í dag með liði Chattanooga FC.

Billy Berntsson (Valur 2014)
Hinn 36 ára gamli Fór frá Val til Qormi FC í úrvalsdeildinni á Möltu. Tók tvö tímabil þar áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2017.

Jonas Sandqvist (Keflavík 2014)
Sænski markvörðurinn spilaði með Landskrona í C-deildinni í heimalandi sínu og Asker í norsku C-deildinni áður en hanskarnir fóru upp á hillu eftir tímabilið 2016.

Arsenij Buinickij (KA 2014 og ÍA 2015)
Framherji frá Litháen sem kom til ÍA eftir góða frammistöðu hjá KA. Náði sér ekki á strik á Akranesi og fór aftur til heimalandsins þar sem hann spilaði með Utenis Utena. Hefur einnig leikið með Futsal landsliði Litháa. Hinn 35 ára gamli Buinickij virðist vera búinn að leggja skóna á hilluna í dag.

Thomas Guldborg Christensen (Valur 2015)
Var öflugur í vörn Vals árið 2015 og fór undir lok tímabils til Lyngby. Hjálpaði Lyngby að vinna dönsku B-deildina í kjölfarið áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2017. Hóf í kjölfarið störf hjá danska knattspyrnusambandinu þar sem hann fór að vinna með yngri landsliðunum.

Charley Fomen (Leiknir R. 2015)
Var á sínum tíma á mála hjá Marseille og í unglingalandsliðum Kamerún. Var nálægt því að semja við FH árið 2014 en ekki náðist að klára pappírsvinnu vegna atvinnuleyfis. Lék síðan með Leikni árið síðar. Spilaði með Rauðu Stjörnunni í frönsku C-deildinni tímabilið 2017/2018 og fór síðan til Panthère du Ndé í heimalandi sínu. Er félagslaus í dag.

Jacob Schoop (KR 2015)
Jacob sló í gegn með KR í Pepsi-deildinni árið 2015. Hefur síðan þá spilað með Vejle sem hefur verið á flakki á milli efstu og næstefstu deildar í Danmörku. Jacob spilar þar með Kjartani Henry Finnbogasyni en Vejle er með góða forystu á toppi dönsku B-deildarinnar í dag.

Rolf Toft (Stjarnan 2014, Víkingur R. 2015, Valur 2016)
Danski sóknarmaðurinn spilaði í þrjú ár í röð á Íslandi með mismunandi liðum. Var á reynslu hjá Hobro sumarið 2018 en fékk ekki samningstilboð. Tilkynnti þá að hann væri búinn að gefa atvinnumannadrauminn upp á bátinn. Hefur spilað í neðri deildunum í Danmörku síðan þá.

Gonzalo Balbi (KR 2014 og 2015)
Úrúgvæinn ákvað að leggja skóna á hilluna eftir tímabilin með KR. Hin 27 ára gamli Balbi býr í dag í Barcelona en hann er mágur Luis Suarez, framherja Börsunga. Suarez birti mynd af þeim félögum úti að hlaupa á Twitter árið 2016. Í fyrra heilsaði Balbi upp á íslenska landsliðið á æfingu í Andorra.

Jeremy Serwy (FH 2015 og 2016)
Belgískur kantmaður sem spilaði í tvö ár með FH. Eftir dvölina á Íslandi spilaði hann í tvö ár með Excelsior Virton í belgísku C-deildinni en hann spilaði síðast með Hostert í úrvalsdeildinni í Lúxemborg.

Tobias Salquist (Fjölnir 2016)
Danskur varnarmaður sem var öflugur hjá Fjölni árið 2016. Ári síðar var Tobias orðaður við FH en ekkert varð af þeim félagaskiptum. Belgíska félagið Waasland-Beveren fékk Tobias í sínar raðir frá Silkeborg árið 2018 en hann náði ekki að spila mikið í Belgíu. Í fyrra gekk Tobias í raðir Lilleström og hann var einn af bestu leikmönnum í norsku úrvalsdeildinni fyrri hlutann á síðasta tímabili. Síðan hallaði undan fæti og Lilleström féll síðastliðið haust.

Sonni Ragnar Nattestad (FH og Fylkir 2016)
Hávaxinn varnarmaður frá Færeyjum sem kom til FH árið 2016. Spilaði lítið og lék með Fylki síðari hluta sumars á láni. Fór í kjölfarið til Álasund í Noregi og þaðan til Danmerkur þar sem hann spilaði með Horsens í dönsku úrvalsdeildinni og Frederica í B-deildinni. Hinn 25 ára gamli Sonni Ragnar á 25 landsleiki að baki en hann gekk í vetur til liðs við B36 í heimalandi sínu Færeyjum.

Denis Fazlagic (KR 2016)
Hinn 27 ára gamli Fazlagic spilaði eitt tímabil á Íslandi en hefur annars leikið allan sinn feril í Danmörku. Spilar í dag með Kolding í B-deildinni eftir að hafa áður tekið tvö ár með Frederica.

Andreas Albech (Valur 2016)
Hægri bakvörður sem fór frá Val til Sarpsborg í norsku úrvalsdeildinni. Sleit krossband árið 2018 og lagði skóna á hilluna. Hóf á sama tíma störf sem bankastarfsmaður.

Daniel Bamberg (Breiðablik 2016)
Brasilískur miðjumaður sem kom til Blika eftir farsælan feril í úrvalsdeildinni í Svíþjóð og Noregi. Bamberg spilaði eitt tímabil á Íslandi en lítið hefur spurst til hans undanfarin ár. Fékk á dögunum félagaskipti heim til Brasilíu.

Josip Fucek (Víkingur R. 2016)
Króatískur framherji sem skoraði eitt mark í sjö leikjum í Fossvoginum sumarið 2016. Fór í kjölfarið til ACS Poli Timişoara í úrvalsdeildinni í Rúmeníu. Spilaði eftir það í Austurríki áður en hann fór til NK Jarun Zagreb í þriðju efstu deild í heimalandinu Króatíu.

Iain WIlliamson (Grindavík, Valur, Víkingu R, ÍA 2012-2016)
Skoskur miðjumaður sem neyddist til að leggja skóna á hilluna árið 2017, þá 28 ára gamall. Mjaðmameiðsli urðu til þess að Williamson hætti að læknisráði.

Darren Lough (KA 2012-2013 og ÍA 2014-2016)
Varnarmaður sem fór frá ÍA til South Shields í ensku utandeildinni árið 2017. Gekk síðastliðið sumar til liðs við Hebburn Town í utandeildinni en liðið er í níundu efstu deild í deildarstiganum á Englandi.

Jonathan Barden (ÍBV 2015 og 2016)
Enskur miðjumaður sem fór frá ÍBV til Bandaríkjanna þar sem hann spilaði með Ottawa Fury og Saint Louis í næstefstu deild. Er núna á sínu öðru tímabili með Sutton í efstu utandeildinni á Englandi, fimmtu efstu deild þar í landi.

Mees Siers (ÍBV 2015-2016 og Fjölnir 2017)
Hollendingur sem spilaði á miðjunni og bakverði á Íslandi. Spilaði í tvö tímabil með De Treffers í hollensku C-deildinni áður en hann lagði skóna á hilluna síðastliðið sumar. Hinn 32 ára gamli Siers þjálfar í dag yngri flokka hjá De Graafschap sem er í næstefstu deild í Hollandi.

Aleix Egea (Víkingur Ó. 2016 og 2017
Spænskur varnarmaður sem hefur verið að gera góða hluti með Intercity í heimalandinu. Intercity fór upp úr fimmtu efstu deild í fyrra og er í dag í toppbaráttu í spænsku D-deildinni. Intercity mætti einnig úrvalsdeildarliði Athletic Bilbao í spænska konungsbikarnum í desember en tapaði 3-0 þar.

William Dominguez Da Silva (Víkingur Ó. 2015 og 2016)
Brasilískur kantmaður sem fór upp úr 1. deildinni með Ólafsvíkingum árið 2015 og tók síðan eitt tímabil í úrvalsdeild. Fór síðan til Acero í spænsku D-deildinni.

Geturðu bætt við listann?
Ef að einhverjar upplýsingar eru vitlausar eða ef lesendur hafa skemmtilegar upplýsingar um erlenda leikmenn má endilega senda skilaboð á [email protected].
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner