Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. apríl 2020 21:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víðir telur að skipulagðar æfingar hefjist seint í maí eða byrjun júní
Víðir í fótbolta.
Víðir í fótbolta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að hægt verði að byrja með skipulagðar íþróttaæfingar í stórum hópum á ný í lok maí eða í byrjun júní.

Engar skipulagðar æfingar eru í gangi á Íslandi núna vegna kórónuveirunnar.

Hann sagði þetta í umræðuþætti um kórónuveiruna fyrir börn og ungmenni sem var á RÚV í kvöld.

Brynjar Þorri, 18 ára frá Egilsstöðum, spurði: „Hvenær teljið þið að skipulagðar íþróttaæfingar í stórum hópi geti hafist aftur á Íslandi?

Víðir sagði þá: „Ég hugsa að það verði ekki fyrr en seint í maí, jafnvel í byrjun júní."

„Við erum að horfa á það að í íþróttum þá erum við að svitna og nota sömu boltana, við erum að nota sömu tækin og við erum í mikilli snertingu í mjög mörgum íþróttum. Þá er smithættan mikil í því."

„Við erum að hvetja krakka til að hreyfa sig, að fara út og stunda sína íþrótt þó þau séu ein eða með vinum sínum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner