Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 07. apríl 2021 10:45
Magnús Már Einarsson
Hörður Björgvin á leið í aðgerð - Stefnir á landsleikina í september
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon er á leið í aðgerð í Finnlandi en hann sleit hásin í leik með CSKA Moskvu um síðustu helgi. RÚV greinir frá þessu í dag.

Leikmenn eru oft frá keppni í hálft ár eftir meiðsli á hásin en Hörður heldur þó í vonina að hann verði klár í næstu leiki Íslands í undankeppni HM í byrjun september, eftir fimm mánuði

„Ég held að menn tali alltaf um allavega sex mánaða bataferli. En svo eru auðvitað dæmi um fólk sem hefur jafnað sig á skemmri tíma. Vonandi verð ég bara í þeim hópi, þannig ég verði klár í slaginn aftur í september,“ sagði Hörður við RÚV.

„Verður maður ekki alltaf að vera bjartsýnn? Ef maður er það ekki nær maður ekki neinu. En maður tekur auðvitað bara einn dag í einu. Vonandi gengur endurhæfingin vel og ég fái þá að sjá mikinn bata á nokkrum vikum. Það er mín ósk. En auðvitað gæti þetta tekið lengri tíma, og þá er það bara þannig."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner