mið 07. apríl 2021 07:30 |
|
Rebecca Welch fékk frábæra dóma - Getur náð mjög langt
Rebecca Welch varð um síðustu helgi fyrsta konan til að dæma leik í deildarkeppni karla á Englandi frá upphafi til enda.
Hin 37 ára gamla Welch var með flautuna þegar Port Vale vann 2-0 sigur á Harrogate í ensku D-deildinni.
Þjálfarar beggja liða hrósuðu frammistöðu hennar. „Mér fannst hún mjög góð. Hún þurfti að taka mikilvægar ákvarðanir og hún tók réttar ákvarðanir," sagði Simon Weaver, þjálfari Harrogate; liðsins sem tapaði leiknum.
Weaver sagði jafnframt vonast til þess að fleiri konur myndu dæma leiki í deildarkeppni karla á Englandi. Það væri kominn tími til.
Dermot Gallagher, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir að það séu engin takmörk fyrir því hversu langt Welch getur náð, það sé hennar ákveða hvað hún geri.
Hin 37 ára gamla Welch var með flautuna þegar Port Vale vann 2-0 sigur á Harrogate í ensku D-deildinni.
Þjálfarar beggja liða hrósuðu frammistöðu hennar. „Mér fannst hún mjög góð. Hún þurfti að taka mikilvægar ákvarðanir og hún tók réttar ákvarðanir," sagði Simon Weaver, þjálfari Harrogate; liðsins sem tapaði leiknum.
Weaver sagði jafnframt vonast til þess að fleiri konur myndu dæma leiki í deildarkeppni karla á Englandi. Það væri kominn tími til.
Dermot Gallagher, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir að það séu engin takmörk fyrir því hversu langt Welch getur náð, það sé hennar ákveða hvað hún geri.
Athugasemdir
Nýjustu fréttirnar
11:00
17:01