Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
Lárus Orri: Sagði við mig eftir leik að þetta væri auðveld staða
Dóri Árna: Meiri trú og ástríða í augum Skagamanna
„Þú veist að það er bara einn Siggi Hall"
Guðlaugur Victor fer yfir sigurmark Frakka: Ég er nógu hraður til að díla við Mbappe
Daníel Tristan í skýjunum: Það skemmtilegasta sem ég hef gert í lífinu
Skoraði markið umtalaða - „Dómaranum fannst það sem ég skil ekki”
Ísak stoltur og talar um rán - „Ég er bara að drepast”
Vissi að þetta væri rautt: „Sagði strax við strákana að ég ætla að liggja aðeins“
Franskur blaðamaður: Yrði mikið sjokk að vinna ekki Ísland
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
   mán 07. maí 2018 22:04
Ingólfur Stefánsson
Óli Kristjáns: Verðskuldaður sigur Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var vonsvikinn eftir 3-1 tap liðsins gegn Breiðablik í kvöld.

Hann segir að FH-ingar hafi verið of passívir í fyrri hálfleiknum og ekki pressað nægilega á Breiðablik.

„Við förum ekki nógu nálægt þeim í pressu. Þeir ná að standa vel á okkur og refsa okkur svo með góðu marki í lok hálfleiksins. Við töluðum um að vera djarfari í seinni hálfleik en þeir ná að skora og komast í góða stöðu."

„Þetta var verðskuldaður sigur Blika. Þeir hafa getuna og dugnaðinn og það datt þeirra megin, þeir sóttu það."

„Fyrsta pressan hjá okkur var ekki nógu góð og við vorum of passívir og þeir eru skeinuhættir."


Elfar Freyr Helgason skoraði annað mark Breiðablik eftir hornspyrnu. Brandur Olsen var að dekka Elfar í horninu en Óli segir að hann hafi ekki átt að vera að dekka hann.

„Það er klárt hver á að vera á Elfari og það var sett upp fyrir leikinn. Þegar menn eru settir í þá ábyrgð að vera að dekka þá verða þeir að standa við þá ábyrgð og það var ekki Brandur sem átti að vera á honum."

„Frammistaðan okkar í dag var ekki nógu góð og það er okkar að laga það."


FH-ingar eru að bíða eftir atvinnuleyfi fyrir Rennico Clarke. Óli vonast til þess að það verði klárað af sem fyrst.

„Ég veit ekki hvort það er ljósritunarvél eða stensill sem það er sett á. Þetta hefur tekið óratíma og er búið að hanga yfir okkur. Ég veit hreinlega ekki hvar þetta er í kerfinu."
Athugasemdir