Ólafur Kristjánsson þjálfari FH var vonsvikinn eftir 3-1 tap liðsins gegn Breiðablik í kvöld.
Hann segir að FH-ingar hafi verið of passívir í fyrri hálfleiknum og ekki pressað nægilega á Breiðablik.
„Við förum ekki nógu nálægt þeim í pressu. Þeir ná að standa vel á okkur og refsa okkur svo með góðu marki í lok hálfleiksins. Við töluðum um að vera djarfari í seinni hálfleik en þeir ná að skora og komast í góða stöðu."
„Þetta var verðskuldaður sigur Blika. Þeir hafa getuna og dugnaðinn og það datt þeirra megin, þeir sóttu það."
„Fyrsta pressan hjá okkur var ekki nógu góð og við vorum of passívir og þeir eru skeinuhættir."
Elfar Freyr Helgason skoraði annað mark Breiðablik eftir hornspyrnu. Brandur Olsen var að dekka Elfar í horninu en Óli segir að hann hafi ekki átt að vera að dekka hann.
„Það er klárt hver á að vera á Elfari og það var sett upp fyrir leikinn. Þegar menn eru settir í þá ábyrgð að vera að dekka þá verða þeir að standa við þá ábyrgð og það var ekki Brandur sem átti að vera á honum."
„Frammistaðan okkar í dag var ekki nógu góð og það er okkar að laga það."
FH-ingar eru að bíða eftir atvinnuleyfi fyrir Rennico Clarke. Óli vonast til þess að það verði klárað af sem fyrst.
„Ég veit ekki hvort það er ljósritunarvél eða stensill sem það er sett á. Þetta hefur tekið óratíma og er búið að hanga yfir okkur. Ég veit hreinlega ekki hvar þetta er í kerfinu."
Hann segir að FH-ingar hafi verið of passívir í fyrri hálfleiknum og ekki pressað nægilega á Breiðablik.
„Við förum ekki nógu nálægt þeim í pressu. Þeir ná að standa vel á okkur og refsa okkur svo með góðu marki í lok hálfleiksins. Við töluðum um að vera djarfari í seinni hálfleik en þeir ná að skora og komast í góða stöðu."
„Þetta var verðskuldaður sigur Blika. Þeir hafa getuna og dugnaðinn og það datt þeirra megin, þeir sóttu það."
„Fyrsta pressan hjá okkur var ekki nógu góð og við vorum of passívir og þeir eru skeinuhættir."
Elfar Freyr Helgason skoraði annað mark Breiðablik eftir hornspyrnu. Brandur Olsen var að dekka Elfar í horninu en Óli segir að hann hafi ekki átt að vera að dekka hann.
„Það er klárt hver á að vera á Elfari og það var sett upp fyrir leikinn. Þegar menn eru settir í þá ábyrgð að vera að dekka þá verða þeir að standa við þá ábyrgð og það var ekki Brandur sem átti að vera á honum."
„Frammistaðan okkar í dag var ekki nógu góð og það er okkar að laga það."
FH-ingar eru að bíða eftir atvinnuleyfi fyrir Rennico Clarke. Óli vonast til þess að það verði klárað af sem fyrst.
„Ég veit ekki hvort það er ljósritunarvél eða stensill sem það er sett á. Þetta hefur tekið óratíma og er búið að hanga yfir okkur. Ég veit hreinlega ekki hvar þetta er í kerfinu."
Athugasemdir