Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
   fös 07. maí 2021 21:18
Sverrir Örn Einarsson
Helgi Sig: Við erum ekki að dekka okkar menn
Lengjudeildin
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Bara vonsvikinn mjög vonsvikinn. Þetta var alls ekki nógu gott og langt frá því sem við ætluðum okkur en það sem varð okkur að falli voru þrjú föst leikatriði þar sem að við erum ekki að dekka okkar menn. Ef við gerum það ekki þá er voðinn vís.“
Sagði Helgi Sigurðsson þjálfari ÍBV um sín fyrstu viðbrögð eftir 3-1 tap ÍBV gegn Grindavík suður með sjó fyrr í kvöld.-

Lestu um leikinn: Grindavík 3 -  1 ÍBV

Ef mið er tekið af þróun leiksins var leikurinn almennt í miklu jafnvægi en líkt og Helgi sagði hér að ofan voru það föstu leikatriðin sem reyndust gestunum úr Vestmannaeyjum dýr í kvöld og var Helgi langt í frá sáttur með sína menn í þeim.

„Já auðvitað er maður hundsvekktur með þetta. Þetta var í jafnvægi úti á velli en það er bara ekkert spurt að því. Við þurfum að standa okkar plikt varðandi föst leikatriði og eigum að vera með menn til að eiga við það. Því miður þá gekk það ekki í dag en ég trúi því og treysti að leikmenn læri bara af þvi og við allir og lögum það sem fór forgörðum í dag.“

Talsvert hefur verið fjallað um ÍBV að undanförnu vegna málefna sem tengjast fótbolta lítið sem ekkert og er þá átt við brotthvarf Gary Martin frá félaginu. Hafa leikmenn og þeir sem að liðinu standa náð að hrista það mál af sér?

„Við erum ekkert að líta í baksýnisspegilinn. Við erum bara að einbeita okkur að því að verða betri sem lið og einstaklingar og reyna gera okkar allra besta í því. Það sem er búið er búið og við hugsum bara fram á veginn.“

Leikmannahópur ÍBV var þunnskipaður í dag og var bekkurinn ekki fullmannaður. Nú fer að líða að lokum félagaskiptagluggans og var Helgi því spurður hvort Eyjamenn væru með einhverja leikmenn í sigtinu?

„Við erum að skoða okkar möguleika í því. Við erum með fámennann hóp og auðvitað alls ekki nógu gott að vera með 16 manns á skýrslu hér í dag og við þurfum að laga það. Við fáum einhverja menn inn en þetta snýst um að þeir 11 sem eru inn á vellinum séu að standast álagið og því miður þá náðum við því ekki í dag.“
Athugasemdir
banner