Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   lau 07. maí 2022 23:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Fengum í staðinn þriðja markið á okkur og það gat ekkert farið verr"
Skulda stuðningsmönnum frammistöðu
Jón Þór ræðir við Gísla Laxdal í leiknum í dag.
Jón Þór ræðir við Gísla Laxdal í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stuðningsmenn ÍA stóðu sig flestir mjög vel í dag.
Stuðningsmenn ÍA stóðu sig flestir mjög vel í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver fór af velli í hálfleik eftir að hafa verið veikur frá því á leikdegi gegn Fram.
Oliver fór af velli í hálfleik eftir að hafa verið veikur frá því á leikdegi gegn Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var auðvitað martraðarbyrjun, við erum 3-0 undir eftir 25 mínútur og 1-0 eftir tvær mínútur. Fyrsti langi boltinn sem kemur í átt að teignum okkur og það er mark. Það er þungt og erfitt. Við náðum okkur í raun aldrei eftir það, erum slegnir út af laginu og seinni leikurinn snerist svolítið um karakter og að koma og sýna andlit. Mér fannst við gera það ágætlega," sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, eftir tap gegn Breiðabliki á heimavelli í Bestu deild karla í dag.

Lestu um leikinn: ÍA 1 -  5 Breiðablik

„Tilfinningin er slæm en við þurfum að hrista það af okkur, það er leikur strax á miðvikudaginn aftur. Við þurfum að gera það fyrir okkur sjálfa og fólkið sem er að hvetja okkur og styðja hér á frábæran hátt. Við þurfum að koma bara strax til baka og sýna það að það býr karakter í þessu liði. Við fáum sem betur fer fljótt tækifæri til þess."

Blikar skoruðu úr sínum fyrstu tveimur færum, það sást á Skagamönnum að þeim gekk illa að tengja spil eftir það kjaftshögg.

„Já, það er það sem Blikarnir gera og eru frábærir í. Þeir gefa sterkt högg og fylgja því eftir af miklum krafti. Við náðum okkur ekki af því, þeir komu strax aftur á okkur og aftur og við náðum aldrei áttum í upphafi leiks. Mér fannst við koma hikandi inn í þennan leik og það er ólíkt okkur."

Eyþór Aron Wöhler átti skalla í stöngina á marki Breiðabliks í stöðunni 0-2. Hugsaði Jón Þór þá að leikurinn væri svo nálægt því að snúast við?

„Auðvitað er það móment og það var móment með okkur á þeim kafla. Ef við hefðum klárað þann kafla með marki þá ertu auðvitað kominn inn í leikinn aftur. Það gefur leikmönnum kraft og trú á hlutina en við fengum í staðinn þriðja markið á okkur og það gat ekkert farið verr. Það var óheppni á því mómenti en svona er þetta."

Oliver Stefánsson lék fyrri hálfleikinn í dag eftir að hafa ekki spilað í síðasta leik vegna veikinda. Hann var tekinn af velli í hálfleik.

„Oliver er búinn að vera veikur, veiktist á leikdag síðast og er búinn að vera veikur í vikunni. Það er ástæðan fyrir því að hann kemur út af, hafði ekki nægilega orku í dag og vonandi nær hann henni upp á næstu dögum. Við þurfum svo sannarlega á því að halda."

„Liðsframmistaðan þarf á sama tíma að vera miklu orkumeiri og við þurfum að tengja liðið betur saman heldur en við gerðum hérna í dag. Það var hik og við vorum að vinna fullt af návígum en náðum aldrei að fylgja því eftir með seinni boltum. Út um allan völl vorum við að tapa þeim stöðum og svo þegar við unnum boltann þá er yfirleitt fyrsta sending erfið og við náðum ekki að halda boltanum í þeim stöðum. En þegar við gerðum það, náðum að halda í boltann á köflum, þá eigum við fín upphlaup."


Jón Þór var að lokum spurður út í stuðninginn úr stúkunni í dag. „Hann er auðvitað bara frábær og það er ekkert launungarmál að það gefur kraft og orku - þó að það hafi ekki sést á köflum hérna í dag. Það er ómetanlegt fyrir okkur og við skuldum þeim frammistöðu og leikmennirnir eru staðráðnir í því að sýna þá frammistöðu á miðvikudaginn á móti Val. Vonandi kemur fólkið með okkur í þann leik líka."
Athugasemdir
banner