Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 07. maí 2022 21:34
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Við látum ekki deigan síga
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Jürgen Klopp. stjóri Liverpool, var ánægður með frammistöðuna í 1-1 jafnteflinu gegn Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þó úrslitin geri ekki mikið fyrir liðið.

Liverpool náði að bjarga stigi með marki frá Luis Díaz en Son-Heung Min kom Tottenham yfir snemma í síðari hálfleik.

Heimamenn áttu í erfiðleikum með að opna vörn Tottenham en það sást vel að þarna voru tvö lið að berjast um öll stigin. Liverpool er á toppnum um stundarsakir en Manchester City gæti náð þriggja stiga forystu á morgun ef liðið vinnur Newcastle United.

„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna og stoltur af hugarfarinu sem þeir sýndu gegn ótrúlega góðum mótherja, sem var með gott leikskipulag."

„Það voru nokkrir hlutir sem voru frábærir. Pressan eftir að við misstum boltann var geggjuð, en svo skora þeir mark og því þurftum við að halda ró okkar og auka pressuna. Það var rosaleg áskorun en við gerðum vel og skoruðum jöfnunarmarkið."

„Þetta eru augljóslega ekki úrslitin sem við vildum en ég var ánægður með frammistöðuna, þannig ég er sáttur við það."

„Það er ótrúlega erfitt að spila við andstæðing með bæði heimsklassa leikmenn og þjálfara þegar þeir hafa fengið viku til að undirbúa sig á meðan við spilum á þriggja daga fresti."

„Það er ekkert allir ánægðir í klefanum, en ég meina það eru fleiri leikir eftir. Við verðum bara að halda áfram."

"The dressing room is not flying, come on, but there are other games to play. We just have to keep going."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner