Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 07. maí 2022 18:57
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Fáum á okkur ólöglegt mark
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum 2-0 yfir og vorum að spila mjög vel og með leikinn í hendi okkar þegar Maggi fær sitt annað gula spjald. Mér fannst þetta svona frekar soft og hann fær gult fyrir fyrsta brotið sitt í leiknum. Það er vendipunktur í leiknum og við sjáum fram á að spila manni færri í 60 mínútur í leiknum.“ Sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur um leikinn og ákvarðanir Ívars Orra Kristjánssonar dómara leiksins eftir 3-3 jafntefli Keflavíkur við ÍBV í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  3 ÍBV

Sigurður var ekki hættur að ræða málefni dómgæslu í leiknum en Keflvíkingar voru ósáttir við nokkur atriði þar sem þeim fannst á sig halla.

„Við' fáum á okkur mark sem mér fannst ólöglegt. Það átti að vera aukaspyrna í aðdragandanum, bæði úti á kanti þegar Patrik er sparkaður niður. Svo kemur fyrirgjöf og uppúr því skot þar sem leikmaður er í rangstöðu hjá þeim sem stendur beint fyrir Sindra og hefur áhrif á leikinn.“

Ivan Kaliuzhnyi lék sinn fyrsta leik fyrir Keflavík í dag. Um frammistöðu hans sagði Sigurður.

„Mér fannst hann mjög góður. Hann kom frábærlega inn í þetta í dag. Hann hefur ekki spilað leik frá því í febrúar en maður sá gæðin sem hann kemur með inn í liðið okkar. Finna sendingar, staðsetningar og góð barátta í honum og bara hörkuspilari.“

Sagði Sigurður en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner