Gunnar Guðmundsson, þjálfari Gróttu, var nokkuð brattur þrátt fyrir að lið hans hafði tapað 4-1 fyrir Fram í botnslag í 1. deildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: Fram 4 - 1 Grótta
„Mér fannst eftir tvö eitt við skapa okkur færi. En kannski þriðja markið setti punktinn yfir i-ið. Þá voru Framarar svona eiginlega komnir með þetta, ekki það að það hafi nokkurn tímann verið uppgjöf í liðinu, alls ekki.En þetta draumamark, þriðja markið, það gerði svolítið út um leikinn.“
Grótta var yfir í hálfleik og er það eina mark liðsins hingað til.
„Mér fannst við berjast vel í þessum leik. Sköpuðum fín færi og skoruðum loksins mark.“
Athugasemdir