Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 07. júní 2021 09:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Freysi um EM: Belgarnir verða að fara að vinna mót
Síðasta tækifærið fyrir þessa kynslóð Belga.
Síðasta tækifærið fyrir þessa kynslóð Belga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Líklegastir til að vinna þetta mót eru auðvitað Frakkarnir og Belgarnir. Svo má nefna Portúgal og Spán. Ég hef ekki góða tilfinningu fyrir Þjóðverjum," segir Freyr Alexandersson sem verður einn af sérfræðingunum á Stöð 2 Sport yfir EM alls staðar.

Belgía trónir á toppi heimslistans og hefur gert í nokkurn tíma. En liðið hefur enn ekki náð að lyfta bikar.

„Belgar verða að fara að vinna mót. Þeir eru með alltof gott lið og þessir menn eru að verða eldri. Þetta er síðasti sénsinn fyrir þessa kynslóð."

Mótið fer af stað á föstudaginn og Freyr ræddi um mótið í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 á laugardag. Hann var að sjálfsögðu spurður út í enska landsliðið.

Enska pressan orðin enska pressan aftur
„Ég er mikill Gareth Southgate maður og hef ofboðslega mikla trú á hans leiðtogaeiginleikum. Allt teymið hans er geggjað og ég held að þeir verði góðir. En ég finn að enska pressan er að verða enska pressan aftur. Hann var með þá í vasanum 2018," segir Freyr.

„Englendingurinn elskar ekkert meira en frídaga og fá að hitta fjölskylduna sína. Núna hafa engir frídagar verið hjá þessum gaurum í langan tíma og þeir fá ekki að hitta neinn í bubblunni. Það fer ekki vel í þá. Þeir eru með frábæra leikmenn en ég sé þá ekki fara lengra en í undanúrslit."

Eitthvað lið mun koma verulega á óvart
Fyrir hverju er Freyr spenntastur á EM alls staðar?

„Ég vona að þetta verði eðlilegt mót, veiran sem hefur verið yfir okkur trufli þetta ekki og við fáum bara fótboltamót. Ég nenni hinu ekki. Ég hef ofboðslega sterka tilfinningu fyrir því að við munum fá 'underdog fairytale' einhvers staðar. Það helgast aðeins yfir því að það hefur verið svo mikið taktleysi yfir landsliðunum í langan tíma og það vantar einhvern takt í þau," segir Freyr.

„Ég held að það sé tækifæri fyrir lið að koma á óvart, þá hallast ég aðeins að Dönunum. Ég veit mikið um danska fótboltann og fylgist vel með honum. Ég vona að þeim gangi vel. Danska pressan og almenningur eru reyndar að setja þá í flokk með Portúgal og Frökkum svo það gæti alveg sprungið í andlitið á þeim. En þeir eru með gott byrjunarlið og fína breidd."

Kasper Hjulmand tók við sem landsliðsþjálfari Dana á síðasta ári en hann gerði mjög áhugaverða hluti með Nordsjælland.

„Ég hélt að Kasper yrði mun hrokafyllri með danska landsliðið en hann hefur verið. Hann veit að þetta er úrslitabransi og er með skýra hugmyndafræði. Hún er góð og það eru oft flottir kaflar hjá þeim en hann er ekki að fara fram úr sér," segir Freyr.
Útvarpsþátturinn - Freysi og öll helstu fótboltamálin
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner