Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 07. júní 2021 13:10
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn sterku liði Póllands
Icelandair
Fær Guðmundur Þórarinsson tækifærið? - Frá æfingu Íslands í Póllandi í dag.
Fær Guðmundur Þórarinsson tækifærið? - Frá æfingu Íslands í Póllandi í dag.
Mynd: KSÍ
Arna Þór Viðarsson landsliðsþjálfari gengur út á völlinn.
Arna Þór Viðarsson landsliðsþjálfari gengur út á völlinn.
Mynd: KSÍ
Hjörtur Hermannsson setur á sig sólarvörn.
Hjörtur Hermannsson setur á sig sólarvörn.
Mynd: KSÍ
Á morgun klukkan 16:00 mætast Pólland og Ísland í vináttulandsleik á heimavelli Lech Poznan.

Samkvæmt pólskum fjölmiðlamönnum má búast við því að Pólland tefli fram sínu sterkasta en liðið er að búa sig undir EM alls staðar þar sem liðið er í E-riðli með Spáni, Svíþjóð og Slóvakíu.

Fróðlegt verður að sjá hvernig okkar mönnum gengur að verjast Robert Lewandowski, einum besta sóknarmanni heims, sem hefur raðað inn mörkum fyrir Bayern München og Pólland undanfarin ár.



Hér má sjá líklegt byrjunarlið Íslands en frá sigrinum gegn Færeyjum er Kolbeinn Sigþórsson búinn að yfirgefa hópinn. Líklegt er að Albert Guðmundsson komi inn í byrjunarliðið í hans stað og þá giskum við á að Mikael Anderson byrji eftir sigurmarkið í Þórshöfn.

Guðmundur Þórarinsson gæti fengið tækifærið í vinstri bakverðinum og Brynjar Ingi Bjarnason, leikmaður KA, byrjar væntanlega sinn þriðja A-landsleik í röð.

Meðfylgjandi myndir eru fá æfingu Íslands á keppnisvellinum í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner