banner
   mán 07. júní 2021 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vináttulandsleikir: Ívar Orri dómari þegar Færeyjar unnu stórsigur
Ívar Orri Kristjánsson.
Ívar Orri Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er landsleikjagluggi í gangi og fóru nokkrir vináttulandsleikir fram í kvöld. EM í fótbolta hefst næstkomandi föstudag.

Ívar Orri Kristjánsson var með flautuna í Færeyjum þegar heimamenn unnu 5-1 sigur á Liechtenstein. Frábær sigur hjá Færeyingum sem lita mjög vel út. Þeir voru heilt yfir sterkari aðilinn í vináttulandsleik gegn Íslandi á dögunum, en Ísland vann þar 1-0 sigur.

Brandur Olsen, fyrrum leikmaður FH, skoraði tvennu fyrir Færeyjar í leiknum. Ísland er með Liechtenstein í riðli í undankeppni HM en okkar menn unnu 4-1 útisigur gegn þeim í mars.

Þá unnu Úkraína og Þýskaland stórsigra en þessi lið eru að undirbúa sig fyrir EM.

Serbía og Jamaíka skildu jöfn og það gerðu Andorra og Gíbraltar einnig.

Serbía 1 - 1 Jamaíka
0-1 Andre Gray ('29 )
1-1 Strahinja Pavlovic ('61 )

Úkraína 4 - 0 Kýpur
1-0 Andriy Yarmolenko ('37 , víti)
2-0 Oleksandr Zinchenko ('45 , víti)
3-0 Roman Yaremchuk ('59 )
4-0 Andriy Yarmolenko ('65 )
Rautt spjald: Antreas Panayiotou, Cyprus ('36)

Þýskaland 7 - 1 Lettland
1-0 Robin Gosens ('19 )
2-0 Ilkay Gundogan ('21 )
3-0 Thomas Muller ('27 )
4-0 Roberts Ozols ('39 , sjálfsmark)
5-0 Serge Gnabry ('45 )
6-0 Timo Werner ('50 )
6-1 Aleksejs Saveljevs ('75 )
7-1 Leroy Sane ('76 )

Andorra 0 - 0 Gíbraltar

Færeyjar 5 - 1 Liechtenstein
0-1 Max Goppel ('19 )
1-1 Klaemint Olsen ('23 )
2-1 Brandur Hendriksson ('38 )
3-1 Brandur Hendriksson ('41 )
4-1 Klaemint Olsen ('65 )
5-1 Viljornur Davidsen ('79 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner