Það fóru fjórir leikir fram í 4. deildinni í kvöld þar sem Hvíti riddarinn mætti Ísbirninum í toppbaráttu A-riðils.
Hvíti riddarinn tók forystuna í fyrri hálfleik og náði að gera út um viðureignina á lokakaflanum.
Árbær rúllaði þá yfir KFB þar sem Natan Hjaltalín skoraði þrennu og Pape Mamadou Faye setti tvö.
Hvíti riddarinn er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir og fylgir Árbær í öðru sæti með níu stig.
Í B-riðli gat RB stungið af með sigri á heimavelli gegn Skautafélagi Reykjavíkur en það gekk ekki upp. Gestirnir í SR gerðu sér lítið fyrir og unnu á útivelli.
RB er áfram á toppi riðilsins með 9 stig eftir fjórar umferðir. SR er með sex stig.
Að lokum hafði Ýmir betur í toppslag D-riðils gegn GG. Ýmir er komið með þriggja stiga forystu á GG eftir sigurinn.
Ýmismenn leiddu með tveggja marka forystu í hálfleik og minnkaði Alexander Veigar Þórarinsson muninn í upphafi síðari hálfleiks en nær komust Grindvíkingar ekki.
A-riðill:
Hvíti riddarinn 3 - 0 Ísbjörninn
1-0 Patrekur Orri Guðjónsson ('32)
2-0 Ísak Máni Viðarsson ('87)
3-0 Gylfi Hólm Erlendsson ('92)
KFB 0 - 6 Árbær
0-1 Natan Hjaltalín ('60)
0-2 Ævar Daði Stefánsson ('63)
0-3 Natan Hjaltalín ('71)
0-4 Pape Mamadou Faye ('77)
0-5 Natan Hjaltalín ('85)
0-6 Pape Mamadou Faye ('91)
B-riðill:
RB 1 - 3 SR
0-1 Stefán Þórarinn Hermannsson ('3)
0-2 Tóbías Ingvarsson ('14, víti)
1-2 Jón Kristján Harðarson ('36)
1-3 Alexander Máni Jónsson ('85)
D-riðill:
GG 1 - 2 Ýmir
0-1 Emil Skorri Þ. Brynjólfsson ('16)
0-2 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('40)
1-2 Alexander Veigar Þórarinsson ('47)