banner
   þri 07. júní 2022 09:39
Elvar Geir Magnússon
Barca fékk Salah til að skipta um skoðun - Jesus og Saka eftirsóttir
Powerade
Salah í landsleik með Egyptalandi.
Salah í landsleik með Egyptalandi.
Mynd: Getty Images
Bukayo Saka.
Bukayo Saka.
Mynd: EPA
Hvítasunnuhelgin er að baki. Hér er þriðjudagsslúðurpakkinn. Salah, Jesus, Saka, Bale, Mane, De Ligt og fleiri koma við sögu.

Egypski framherjinn Mohamed Salah (29) sagði nánum vinum sínum að hann væri tilbúinn að framlengja við Liverpool en skipti svo um skoðun eftir að Barcelona lofaði að gefa honum samning á næsta ári. (Mirror)

Real Madrid gæti reynt að krækja í Gabriel Jesus (25) frá Manchester City í sumar en Arsenal og Atletico Madrid hafa einnig áhuga á brasilíska framherjanum. (Sun)

Manchester City hefur áhuga á enska vængmanninum Bukayo Saka (20) hjá Arsenal en Liverpool hefur leikmanninn á blaði yfir framtíðarskotmörk. (Mail)

Tottenham hefur ekki neinar áætlanir um að ná í velska framherjann Gareth Bale (32) í þriðja sinn. Bale veltir því fyrir sér hvar hann mun undirbúa sig fyrir HM. (Telegraph)

Senegalski framherjinn Sadio Mane (30) hefur þegar spurt Thiago Alcantara (30), liðsfélaga sinn hjá Liverpool, hvort hann geti flutt í húsið hans í München ef hann fer til Þýskalandsmeistarana í sumar. (Mail)

Barcelona er til í að ræða við Manchester United um mögulega sölu á hollenska miðjumanninum Frenkie de Jong (25) en spænska félagið hefur ekki fengið formlegt tilboð. (Sport)

Louis van Gaal, landsliðsþjálfari Hollands, segir að Steven Bergwijn (24) þurfi að yfirgefa Tottenham og ganga í raðir Ajax eins fljótt og hægt er. (De Telegraaf)

Tottenham vill fá 25,6 milljónir punda ef félagið selur Bergwijn. Everton er meðal félaga sem hafa áhuga. (Fabrizio Romano)

Chelsea hefur áhuga á hollenska varnarmanninum Matthijs de Ligt (22) hjá Juventus en Thomas Tuchel vill númer eitt fá franska miðvörðinn Jules Kounde (23) frá Sevilla. (TalkSport)

Angel di Maria (34) gæti farið til Barcelona sem ódýr kostur en hann yfirgefur Paris St-Germain á frjálsri sölu í sumar. Barcelona hefur einnig áhuga á Raphinha (25) en 50 milljóna punda verðmiði Leeds fælir félagið frá. (Marca in Spanish)

Newcastle hyggst ekki reyna að kaupa markvörðinn Dean Henderson (25) frá Manchester United í sumar þrátt fyrir að vera stöðugt orðað við hann. Það gæti reynst erfitt fyrir félagið að fá enska framherjann Dominic Calvert-Lewin (25) frá Everton og Nathan Ake (27) frá Manchester City. (Telegraph)

AC Milan, Inter og Arsenal eru öll að reyna að fá ítalska framherjann Gianluca Scamacca (23) sem skoraði sextán mörk fyrir Sassuolo í ítölsku A-deildinni á liðnu tímabili. (Football Italia)

Manchester United og Bayern München hafa áhuga á hollenska bakverðinum Denzel Dumfries (26) hjá Inter í sumar. (Calciomercato)

Dan Asworth íþróttastjóri Newcastle er með það sem forgangsmál að fá inn hægri vængmann í sumar. Moussa Diabu (22) hjá Bayer Leverkusen og Senegalinn Ismaila Sarr (24) hjá Watford eru á lista. (Sky Sports)

Hollenski varnarmaðurinn Sven Botmans (22), sem hefur verið orðaður við Newcastle, segir að AC Milan sé að vinna í því að kaupa sig frá Lille. (Football Italia)

Enski miðvörðurinn James Tomkins (33) hefur samþykkt nýjan eins árs samning við Crystal Palace. Skoski miðjumaðurinn James McArthur (34) hefur einnig gert nýjan samning. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner