Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   þri 07. júní 2022 13:08
Elvar Geir Magnússon
Davíð Snorri: Þurfum að vera einbeittir á að klára okkar verkefni
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson.
Davíð Snorri Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landsliðið er að búa sig undir mikilvægan leik gegn Hvíta-Rússlandi á morgun í undankeppni EM. Ísland á möguleika á því að komast í umspil en þarf að treysta á að Grikkland misstígi sig á lokasprettinum.

Sjá einnig:
Þetta þarf að gerast svo U21 komist í umspil

„Möguleikinn er enn opinn en Grikkirnir eru enn með stjórnina á þessu," sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, fyrir æfingu í morgun.

„Við settum þennan glugga þannig upp að við ætluðum að fara í hann með góða tilfinningu og eiga góða leiki. Leikurinn á morgun er skref í því. Halda áfram að spila vel og vonandi fylgja úrslitin með í því."

„Markmiðið okkar var að vera í séns þegar júníglugginn myndi byrja. Þannig er staðan og við reynum að bæta okkur áfram og njóta stöðunnar. Það er ýmislegt undir og það er bara gott."

Ísland vann 2-1 útisigur í fyrri leiknum gegn Hvíta-Rússlandi. Hvernig lið er þetta?

„Þetta eru líkamlega sterkir strákar. Þeir eru tilbúnir að fara í slagsmál og eru beinskeyttir sóknarlega. Við þurfum að vera klárir í að taka aðeins á þeim. Þetta verður hörkuleikur og þeir hafa spilað vel upp á síðkastið."

Davíð hvetur fólk til að mæta á leikinn á morgun sem verður klukkan 18:00 á Víkingsvelli.
Athugasemdir
banner