Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Bragi Karl: Var ekki í hlutverkinu sem ég vildi vera í
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
   þri 07. júní 2022 13:08
Elvar Geir Magnússon
Davíð Snorri: Þurfum að vera einbeittir á að klára okkar verkefni
Icelandair
Davíð Snorri Jónasson.
Davíð Snorri Jónasson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
U21 landsliðið er að búa sig undir mikilvægan leik gegn Hvíta-Rússlandi á morgun í undankeppni EM. Ísland á möguleika á því að komast í umspil en þarf að treysta á að Grikkland misstígi sig á lokasprettinum.

Sjá einnig:
Þetta þarf að gerast svo U21 komist í umspil

„Möguleikinn er enn opinn en Grikkirnir eru enn með stjórnina á þessu," sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, fyrir æfingu í morgun.

„Við settum þennan glugga þannig upp að við ætluðum að fara í hann með góða tilfinningu og eiga góða leiki. Leikurinn á morgun er skref í því. Halda áfram að spila vel og vonandi fylgja úrslitin með í því."

„Markmiðið okkar var að vera í séns þegar júníglugginn myndi byrja. Þannig er staðan og við reynum að bæta okkur áfram og njóta stöðunnar. Það er ýmislegt undir og það er bara gott."

Ísland vann 2-1 útisigur í fyrri leiknum gegn Hvíta-Rússlandi. Hvernig lið er þetta?

„Þetta eru líkamlega sterkir strákar. Þeir eru tilbúnir að fara í slagsmál og eru beinskeyttir sóknarlega. Við þurfum að vera klárir í að taka aðeins á þeim. Þetta verður hörkuleikur og þeir hafa spilað vel upp á síðkastið."

Davíð hvetur fólk til að mæta á leikinn á morgun sem verður klukkan 18:00 á Víkingsvelli.
Athugasemdir
banner
banner