Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 07. júní 2022 22:22
Ívan Guðjón Baldursson
Þremur frá markametinu: Frammistaðan sýnir hvar við erum staddir
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Harry Kane skoraði eina mark Englendinga í 1-1 jafntefli gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni í kvöld. Það var 50. mark hans fyrir landsliðið og er hann aðeins þremur mörkum frá Wayne Rooney sem er markahæstur í sögunni.


England lenti undir í upphafi síðari hálfleiks en átti góðan lokakafla og náði inn jöfnunarmarki úr vítaspyrnu.

„Það var mikilvægt fyrir okkur að sýna þetta hugarfar eftir að hafa lent undir á erfiðum útivelli. Við vorum að spila við mjög sterkt landslið Þjóðverja og þessi frammistaða sýnir hvar við erum staddir sem lið," sagði fyrirliðinn Kane að leikslokum.

„Við þurfum enn að bæta ákveðna hluti við okkar leik fyrir HM sem er bara handan við hornið. 

„Ég hef alltaf elskað að skora mörk fyrir landsliðið og vona að ég geti haldið því áfram."

England á næst heimaleiki gegn Ítalíu og Ungverjalandi 11. og 14. júní.

„Þetta var góð endurkoma í kvöld. Núna eigum við tvo heimaleiki og við stefnum á að vinna þá báða. Það gætu reynst mikilvægir sigrar."


Athugasemdir
banner
banner
banner