Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   mið 07. júní 2023 13:05
Elvar Geir Magnússon
Al-Ittihad búið að ganga frá samningi við Kante
N'Golo Kante.
N'Golo Kante.
Mynd: EPA
Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante hefur gengið frá samningi við Al-Ittihad í Sádi-Arabíu, um er að ræða tveggja ára samning með möguleika á framlengingu um ár til viðbótar.

Íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano greinir frá þessu á Twitter og setur með frasann sinn góða 'Here we go!' eða 'Klappað og klárt!' eins og hægt væri að þýða hann.

Allt er frágengið en Romano segir að Kante fái 100 milljónir evra í laun á ári.

Kante, sem er 32 ára gamall, var nálægt því að gera nýjan samning við Chelsea í vor en það varð ekkert úr þeim viðræðum. Hann hefur unnið allt mögulegt á ferli sínum sem leikmaður að undanskildu EM landsliða, þar sem hann hreppti silfurverðlaun með Frakklandi 2016.

Í Sádi-Arabíu verður hann liðsfélagi Karim Benzema sem gekk á dögunum í raðir Al-Ittihad.
Athugasemdir
banner
banner