Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   mið 07. júní 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bandaríkin: Þorleifur og félagar í undanúrslit
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Chicago Fire 1 - 4 Houston Dynamo
0-1 Amine Bassi ('12, víti)
0-2 Aliyu Ibrahim ('31)
1-2 Arnaud Souquet ('40)
1-3 Aliyu Ibrahim ('59)
1-4 Nelson Quinones ('74)


Þorleifur Úlfarsson fékk að spila síðustu 20 mínúturnar er Houston Dynamo tryggði sér þátttöku í undanúrslitum bandaríska bikarsins, U.S. Open Cup.

Houston lagði Chicago Fire að velli í 8-liða úrslitum í nótt þar sem Aliyu Ibrahim skoraði tvennu í 1-4 sigri.

Varnarleikur heimamanna í Chicago var ekki upp á marga fiska og var færanýtingin afleit.

Houston er annað liðið til að tryggja sig í undanúrslitin eftir FC Cincinnati. Real Salt Lake, Los Angeles Galaxy, Inter Miami og Birmingham munu keppast um síðustu tvö sætin í undanúrslitunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner