
„Grindavíkur liðið kom ótrúlega vel undirbúið fyrir þennan leik og vel skipulagt,'' segir Pétur Rögnvaldsson, þjálfari Gróttu, eftir 0-1 tap gegn Grindavík í 6. umferð Lengjudeild kvenna í kvöld.
Lestu um leikinn: Grótta 0 - 1 Grindavík
„Við náðum einhvern veginn aldrei upp því orkustigi sem við höfum verið að spila á hingað til á tímabilinu,''
„Við vorum töluvert meira með boltann, en mér fannst við eiginlega ekki skapa neitt í fyrri hálfleik og síðan alls ekki nóg til þess að réttlæta eitthvað annað en þessa niðurstöðu. Þetta var aðeins of flatt í aðeins of langan tíma,''
„Þegar við vorum að spila upp í fyrri hálfleik, þá vorum við allt of mikið að láta þvínga okkur í löngu boltana. Það er einhver hugsun á bakvið það yfirleitt, en ekki í dag. Við vorum á eftir í allt,''
„Vissulega voru þetta sterk úrslit sem við sóttum þarna fjögur í röð. Það er ekki í áætlunni hjá okkur að tapa leikjum á heimavelli og það má segja þá að við höfum misstígið okkur í dag,''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.