Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   fös 07. júní 2024 12:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingur hefur fram í næstu viku til að svara bréfi KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur hefur fram í næstu viku til þess að svara bréfi frá KSÍ varðandi atvik sem átti sér stað eftir leik Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í síðustu viku.

Þetta staðfesti Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, við Fótbolta.net í dag. Víkingur hefur fram í næstu viku til þess að skila greinargerð um málið.

Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, er sakaður um að hafa kastað vatnsbrúsa í trommara stuðningsmannasveitar Breiðabliks eftir stórleikinn fyrir viku síðan.

Eftir að Víkingur skilar sínu svari þá mun aganefnd fjalla um málið og úrskurða hvort Danijel verði refsað fyrir atvikið.
Athugasemdir
banner
banner