Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   fös 07. júní 2024 12:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingur hefur fram í næstu viku til að svara bréfi KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur hefur fram í næstu viku til þess að svara bréfi frá KSÍ varðandi atvik sem átti sér stað eftir leik Breiðabliks og Víkings á Kópavogsvelli í síðustu viku.

Þetta staðfesti Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdastjóri Víkings, við Fótbolta.net í dag. Víkingur hefur fram í næstu viku til þess að skila greinargerð um málið.

Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, er sakaður um að hafa kastað vatnsbrúsa í trommara stuðningsmannasveitar Breiðabliks eftir stórleikinn fyrir viku síðan.

Eftir að Víkingur skilar sínu svari þá mun aganefnd fjalla um málið og úrskurða hvort Danijel verði refsað fyrir atvikið.
Athugasemdir
banner