Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   fös 31. maí 2024 16:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Breiðablik skoðar atvik eftir stórleikinn - Sagður hafa kastað brúsa í stuðningsmann
Danijel í leiknum í gær.
Danijel í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Stuðningsmenn Breiðabliks.
Stuðningsmenn Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Breiðablik er með í skoðun atvik sem kom upp eftir leik liðsins á Kópavogsvelli gegn Víkingi í Bestu deildinni í gær.

Hilmar Jökull, harðasti stuðningsmaður Breiðabliks, skrifaði eftirfarandi á samfélagsmiðlinum X:

„Hlakka til þegar aga- og úrskurðanefnd KSÍ kemur saman næsta þriðjudag og skoðar myndbandið af Danijel Djuric kasta fullum vatnsbrúsa í smettið á trommara Kópacabana eftir leik í gær."

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

Karl Daníel Magnússon, deildarstjóri afrekssviðs hjá knattspyrnudeild Breiðabliks, staðfesti við Fótbolta.net að upp hefði komið atvik eftir leik sem verið sé að skoða og verði komið í eðlilegan farveg innan KSÍ.

Leikurinn í gær endaði með 1-1 jafntefli. Danijel Dejan Djuric er uppalinn hjá Breiðabliki, var þar áður en hann hélt út til Midtjylland þar sem hann var í nokkur ár. Hann sneri svo heim frá Danmörku, æfði með Breiðabliki en samdi svo við Víkinga.


Athugasemdir
banner
banner