Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
banner
   mán 03. júní 2024 11:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki hræddur um að missa sinn mann í bann - „Danijel Djuric er mjög misskilinn"
Danijel Djuric.
Danijel Djuric.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, var eftir leikinn gegn Breiðabliki sakaður um að hafa kastað vatnsbrúsa í andlit trommara Kópacabana, stuðmingsmannasveitar Breiðabliks. Breiðablik staðfesti í kjölfarið að félagið væri að skoða atvik sem upp hefði komið eftir stórleikinn.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 5 -  2 Fylkir

Hafliði Breiðfjörð ræddi við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings, eftir sigurinn gegn Fylki í gær og var Arnar spurður út í Danijel.

„Ég er búinn að ræða við hann, segi honum bara að vera jákvæður. Danijel Djuric er mjög misskilinn, auðvitað er þetta töffari, en þetta er ungur maður með tilfinningar. Umræðan í kringum Skagaleikinn fékk á hann og það sást í leiknum á móti Breiðabliki. Svo eru einhverjir áhorfendur að gjamma eftir eftir leik. Þetta hefur áhrif á hans tilfinningar. Ég segi við hann að við munum taka utan um hann hérna í Víkinni og svo verður hann að njóta þess að mæta á æfingar og spila. Þetta er bara hluti af leiknum og áfram gakk eftir það," sagði Arnar.

Hann var spurður hvort hann væri hræddur um að missa Danijel í leikbann.

„Nei, ég er það ekki. Miðað við það sem maður hefur heyrt þá held ég að það sé ekki tilefni til þess að (einhver verði úrskurðaður í leikbann). Ég hef allavega ekki séð neinar myndbandsupptökur sem styðja við það," sagði þjálfarinn.
Arnar Gunnlaugs: Róum okkur á þessu propaganda gegn Víkingi
Athugasemdir
banner
banner
banner