Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   þri 07. júlí 2020 23:12
Ívan Guðjón Baldursson
Jón Sveins: Veit ekki með heppni - Erum með góðan markmann
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Sveinsson þjálfari Fram var ánægður með sigur sinna manna gegn Víkingi á Ólafsvík fyrr í kvöld. Fram er með fullt hús stiga eftir fjórar fyrstu umferðir Lengjudeildarinnar.

Fram komst í tveggja marka forystu í fyrri hálfleik en Víkingur minnkaði muninn og komst nokkrum sinnum nálægt því að jafna eftir leikhlé.

„Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik og nýttum okkur veikleika á svæði og mér fannst við svo koma vel inn í seinni hálfleikinn. Þeir voru 2-0 undir á heimavelli og við vissum alveg að þeir hlytu að mæta brjálaðir út í seinni hálfleikinn," sagði Jón að leikslokum.

„Við vildum bæta þriðja markinu við en það tókst ekki og þeir settu mark tiltölulega snemma í seinni hálfleik. Þá þurftum við bara að elta þá og verja þessi stig, sem betur fer tókst það á endanum."

Jón hrósaði Ólafi Íshólm Ólafssyni markverði sínum í hástert að leikslokum þegar fréttamaður talaði um heppni að Víkingur hafi ekki skorað jöfnunarmark í síðari hálfleik.

„Ég veit ekki með heppni, við vorum með tvær, þrjár gæðamarkvörslur. Við erum sem betur fer með góðan markmann og hann tók þessi færi, þannig að á endanum skoruðum við fleiri mörk og fengum þrjú stig.

„Við vitum að það eru mikil gæði í þessu Víkingsliði. Það eru mikil einstaklingsgæði í þessu liði og þú þarft að vera á tánum allan leikinn til að fá eitthvað útúr þessu og við gerðum það."

Athugasemdir
banner
banner