Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 07. júlí 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að viðræður um Rúnar hafi staðið yfir í einn og hálfan mánuð
Rúnar Alex er á förum frá Arsenal.
Rúnar Alex er á förum frá Arsenal.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson virðist vera á förum frá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal.

Rúnar Alex er sagður á leið til Altay Spor í Tyrklandi frá Arsenal.

Altay komst upp úr B-deildinni á liðinni leiktíð og spilar því í efstu deild á komandi leiktíð.

Rúnar Alex gekk í raðir Arsenal frá Dijon síðasta haust. Hann er 26 ára markvörður sem á að baki tíu A-landsleiki.

Tyrkneski fjölmiðlamaðurinn Ege Engin býst við því að Rúnar Alex fari til Tyrklands á 12 mánaða lánssamningi. Hann segir jafnframt að það hafi staðið yfir viðræður um þessi félagaskipti í einn og hálfan mánuð. Þau hafa því verið lengi á leiðinni.

Rúnar Alex var á blaðamannafundi í síðasta mánuði þar sem hann sagðist sakna þess að spila fótbolta. Hann byrjaði sem varamarkvörður Arsenal á síðustu leiktíð og endaði sem þriðji markvörður.

„Við sjáum hvað gerist á næsta tímabili, hvort ég fari á láni eða verði í því að hlutverki að vera varamarkvörður eða þriðji markvörður. Ég sakna þess að spila, ég viðurkenni það. Ég tek þessu bara eins og það kemur," sagði Rúnar sem er á leið til Tyrklands.


Athugasemdir
banner
banner