Man Utd hefur mikinn áhuga á Kvaratskhelia - Man Utd fylgdist með þremur leikmönnum Sporting - Arsenal fylgist með Retegui
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
   fim 07. júlí 2022 11:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Crewe
Sandra: Fæ eiginlega gæsahúð þegar þú minnist á það
Icelandair
Sandra Sigurðardóttir.
Sandra Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ferðalagið gekk ljómandi vel. Ég er fegin að vera loksins komin hingað, búin að bíða lengi," sagði landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir fyrir æfingu landsliðsins í Crewe í dag. Íslenska liðið flaug frá Þýskalandi í gær til Manchester og var allur hópurinn mættur til æfinga á æfingasvæði Crewe í dag.

Liðið er búið að æfa í Þýskalandi og Póllandi að undanförnu en nú styttist í EM sem haldið er á Englandi. Fyrsti leikur Íslands er gegn Belgíu á sunnudag. Ísland lék einn æfingaleik í aðdraganda mótsins; gegn Póllandi í síðustu viku.

„Það var gott að ná góðum úrslitum í leiknum, spilamennskan var fín á köflum. Við náðum góðum æfingum í Þýskalandi við frábærar aðstæður og þetta kom vel út."

„Heilt yfir var ég ánægð með leikinn gegn Póllandi. Þær fengu ekki mörg færi en það voru nokkur atriði sem við þurftum að fara yfir og erum búnar að skoða. Heilt yfir vorum við að fá fínar stöður sem er eitthvað sem við getum nýtt áfram."


Hvernig var að sjá fullan Old Trafford á opnunarleik EM í gær?

„Það var geggjað, ég fæ eiginlega gæsahúð þegar þú minnist á það. Það hefði verið geggjað að upplifa það en líka ótrúlega flott að sjá þetta gerast á Evrópumóti í kvennafótbolta, það hefur mikið breyst," sagði Sandra.

Viðtalið er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner