„Ferðalagið gekk ljómandi vel. Ég er fegin að vera loksins komin hingað, búin að bíða lengi," sagði landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir fyrir æfingu landsliðsins í Crewe í dag. Íslenska liðið flaug frá Þýskalandi í gær til Manchester og var allur hópurinn mættur til æfinga á æfingasvæði Crewe í dag.
Liðið er búið að æfa í Þýskalandi og Póllandi að undanförnu en nú styttist í EM sem haldið er á Englandi. Fyrsti leikur Íslands er gegn Belgíu á sunnudag. Ísland lék einn æfingaleik í aðdraganda mótsins; gegn Póllandi í síðustu viku.
Liðið er búið að æfa í Þýskalandi og Póllandi að undanförnu en nú styttist í EM sem haldið er á Englandi. Fyrsti leikur Íslands er gegn Belgíu á sunnudag. Ísland lék einn æfingaleik í aðdraganda mótsins; gegn Póllandi í síðustu viku.
„Það var gott að ná góðum úrslitum í leiknum, spilamennskan var fín á köflum. Við náðum góðum æfingum í Þýskalandi við frábærar aðstæður og þetta kom vel út."
„Heilt yfir var ég ánægð með leikinn gegn Póllandi. Þær fengu ekki mörg færi en það voru nokkur atriði sem við þurftum að fara yfir og erum búnar að skoða. Heilt yfir vorum við að fá fínar stöður sem er eitthvað sem við getum nýtt áfram."
Hvernig var að sjá fullan Old Trafford á opnunarleik EM í gær?
„Það var geggjað, ég fæ eiginlega gæsahúð þegar þú minnist á það. Það hefði verið geggjað að upplifa það en líka ótrúlega flott að sjá þetta gerast á Evrópumóti í kvennafótbolta, það hefur mikið breyst," sagði Sandra.
Viðtalið er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir