Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   fim 07. júlí 2022 11:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Crewe
Sandra: Fæ eiginlega gæsahúð þegar þú minnist á það
Icelandair
Sandra Sigurðardóttir.
Sandra Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ferðalagið gekk ljómandi vel. Ég er fegin að vera loksins komin hingað, búin að bíða lengi," sagði landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir fyrir æfingu landsliðsins í Crewe í dag. Íslenska liðið flaug frá Þýskalandi í gær til Manchester og var allur hópurinn mættur til æfinga á æfingasvæði Crewe í dag.

Liðið er búið að æfa í Þýskalandi og Póllandi að undanförnu en nú styttist í EM sem haldið er á Englandi. Fyrsti leikur Íslands er gegn Belgíu á sunnudag. Ísland lék einn æfingaleik í aðdraganda mótsins; gegn Póllandi í síðustu viku.

„Það var gott að ná góðum úrslitum í leiknum, spilamennskan var fín á köflum. Við náðum góðum æfingum í Þýskalandi við frábærar aðstæður og þetta kom vel út."

„Heilt yfir var ég ánægð með leikinn gegn Póllandi. Þær fengu ekki mörg færi en það voru nokkur atriði sem við þurftum að fara yfir og erum búnar að skoða. Heilt yfir vorum við að fá fínar stöður sem er eitthvað sem við getum nýtt áfram."


Hvernig var að sjá fullan Old Trafford á opnunarleik EM í gær?

„Það var geggjað, ég fæ eiginlega gæsahúð þegar þú minnist á það. Það hefði verið geggjað að upplifa það en líka ótrúlega flott að sjá þetta gerast á Evrópumóti í kvennafótbolta, það hefur mikið breyst," sagði Sandra.

Viðtalið er talsvert lengra og má sjá það í heild sinni í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner