Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 07. ágúst 2022 17:32
Brynjar Ingi Erluson
England: Draumabyrjun hjá Haaland
Erling Braut Haaland skoraði tvö í fyrsta deildarleik sínum
Erling Braut Haaland skoraði tvö í fyrsta deildarleik sínum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
West Ham 0 - 2 Manchester City
0-1 Erling Haland ('36 , víti)
0-2 Erling Haland ('65 )

Englandsmeistarar Manchester City unnu West Ham, 2-0, á London-leikvanginum í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Erling Braut Haaland gerði bæði mörk gestanna og það í fyrsta deildarleik sínum fyrir félagið.

Heimamenn voru hættulegir strax í byrjun og átti Michail Antonio skalla rétt yfir markið eftir fyrirgjöf Manuel Lanzini strax á 3. mínútu en eftir færið þurfti Ederson, markvörður Man City, að láta hlúa að sér eftir að hann fékk olnbogaskot frá liðsfélaga sínum, Ruben Dias, eftir hornspyrnu stuttu áður.

Man City tók leikinn í sínar hendur eftir þetta færi og kom Kevin de Bruyne boltanum í netið eftir hálftímaleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Ilkay Gündogan fékk boltann í rangstöðu áður en hann kom honum til hliðar á De Bruyne.

Lukasz Fabianski meiddist eftir samstuð við Haaland og gat ekki hrist það af sér og var því skipt af velli en Alphonse Areola kom inn í hans stað. Afdrifarík skipting því nokkrum mínútum síðar braut Areola á Haaland innan teigs. Klárt víti og fór norski framherjinn sjálfur á punktinn og skoraði af einstaklega miklu öryggi; upp við stöng vinstra megin.

Haaland bætti við öðru marki á 65. mínútu í síðari hálfleik og var í raun tímaspursmál hvenær annað markið kæmi. De Bruyne átti fallega sendingu inn fyrir vörn West Ham og lagði Haaland boltann snyrtilega framhjá Areola og í netið.

Norðmaðurinn fékk ekki tækifæri til að fullkomna þrennu sína en Julian Alvarez kom inn í hans stað á 78. mínútu.

Englandsmeistararnir byrja á sigri og nokkuð sanngjarn. Lokatölur 2-0 fyrir Man City.
Athugasemdir
banner
banner