Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 07. ágúst 2022 10:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunni giskar á 16. umferð Bestu deildarinnar
Gunni giskar.
Gunni giskar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyþór Aron Wöhler fagnar marki.
Eyþór Aron Wöhler fagnar marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórir leikir verða í Bestu deild karla í dag og umferðinni lýkur svo með tveimur leikjum annað kvöld. Um er að ræða leiki sem eru í 16. umferð deildarinnar.

Íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson spáir í þessa leiki sem eru framundan.

KR 2 - 2 ÍBV (17:00 í dag)
Þetta er áhugaverður leikur. Bæði lið öðlast meira sjálfstraust undanfarið. Á móti kemur að KR hefur gert lítið af því að vinna á heimavelli undanfarna mánuði. Stig á lið og bæði lið passlega sátt.

FH 0 - 1 KA (17:00 í dag)
Það verður dauft yfir þessu. Jakob frændi klárar þetta með slummu í vinkilinn af 20 metrum á 87. mínútu.

Fram 3 - 2 Víkingur R. (19:15 í kvöld)
Mikið húllumhæ í Úlfarsárdal eða Partýdal eins og ég kalla hann. Gummi Magg setur sína rútínuþrennu enda tapar Fram ekkert á nýja vellinum.

Stjarnan 0 - 3 Breiðablik (19:15 í kvöld)
Kalt sunnudagskvöld á Samsung. Geta Blikarnir verið góðir þar? Evrópu Toni í stuði og Óskar Hrafn mætir í nýrri Stone Island peysu sem mun vekja lukku.

Leiknir R. 0 - 0 Keflavík (19:15 á morgun)
Þessi fer ekki í sögubækurnar.

ÍA 1 - 1 Valur (19:15 á morgun)
Eyþór Aron Wöhler er alltaf bestur í stóru leikjunum, að eigin sögn. Hann setur eitt fyrir Skagann sem ná ekki að halda út og missa forystuna undir lokin.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner