Fimm milljóna punda verðmiði - Robinson í stað Robertson - Chelsea og Villa skoða leikmann PSG
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   sun 07. ágúst 2022 21:53
Anton Freyr Jónsson
Nonni: Mér sýndist hann ekki vera með hendurnar á boltanum
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Framara.
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Framara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er ekki alveg hundrað prósent sáttur við leikinn í heild sinni en auðvitað sáttur með eitt stig eftir því sem á gékk og við erum ennþá taplausir heima þannig við sættum okkur við það en maður hefði viljað meira frá liðinu í dag." sagði Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram eftir 3-3 jafnteflið gegn Víking Reykjavík í Úlfarsárdal í kvöld.


Fram eru taplausir á þessum nýja velli í Úlfarsárdal og virðast Framarar elska að spila á þessum velli.

„Ég held að leikurinn heilt yfir hafi verið skemmtilegur. Víkingarnir náttúrulega frábærir og mikil orka sem þeir settu í leikinn og hrós á þá fyrir það því þeir eru í mjög erfiðu prógrami og fara í virkilega erfiðan leik og strax út í nótt og bara hrós á þá að hafa náð að fókusera á þennan leik eins og þeir gerðu og voru mjög öflugir lengst af en við á móti skorum mörk og við erum alltaf líklegir til þess en þrjú mörk heima vill maður að dugi til að vinna leiki."

Jöfnunarmarkið umdeilda kom undir lok leiksins eftir hornspyrnu frá Fram inn á teiginn og Ingvar Jónsson virtist vera komin með hendurnar á þann bolta þegar Brynjar Gauti Guðjónsson setti boltann í netið.

„Mér sýndist hann ekki vera með hendurnar á boltanum, boltinn liggur þarna fyrir framan og hann er að skutla sér í hann og Brynjar á móti en það var alltaf brot, en það var alltaf brot í aðdraganda fyrsta markinu hjá Víkingum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner