Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   sun 07. ágúst 2022 21:53
Anton Freyr Jónsson
Nonni: Mér sýndist hann ekki vera með hendurnar á boltanum
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Framara.
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Framara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er ekki alveg hundrað prósent sáttur við leikinn í heild sinni en auðvitað sáttur með eitt stig eftir því sem á gékk og við erum ennþá taplausir heima þannig við sættum okkur við það en maður hefði viljað meira frá liðinu í dag." sagði Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram eftir 3-3 jafnteflið gegn Víking Reykjavík í Úlfarsárdal í kvöld.


Fram eru taplausir á þessum nýja velli í Úlfarsárdal og virðast Framarar elska að spila á þessum velli.

„Ég held að leikurinn heilt yfir hafi verið skemmtilegur. Víkingarnir náttúrulega frábærir og mikil orka sem þeir settu í leikinn og hrós á þá fyrir það því þeir eru í mjög erfiðu prógrami og fara í virkilega erfiðan leik og strax út í nótt og bara hrós á þá að hafa náð að fókusera á þennan leik eins og þeir gerðu og voru mjög öflugir lengst af en við á móti skorum mörk og við erum alltaf líklegir til þess en þrjú mörk heima vill maður að dugi til að vinna leiki."

Jöfnunarmarkið umdeilda kom undir lok leiksins eftir hornspyrnu frá Fram inn á teiginn og Ingvar Jónsson virtist vera komin með hendurnar á þann bolta þegar Brynjar Gauti Guðjónsson setti boltann í netið.

„Mér sýndist hann ekki vera með hendurnar á boltanum, boltinn liggur þarna fyrir framan og hann er að skutla sér í hann og Brynjar á móti en það var alltaf brot, en það var alltaf brot í aðdraganda fyrsta markinu hjá Víkingum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner