Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   sun 07. ágúst 2022 21:53
Anton Freyr Jónsson
Nonni: Mér sýndist hann ekki vera með hendurnar á boltanum
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Framara.
Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Framara.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er ekki alveg hundrað prósent sáttur við leikinn í heild sinni en auðvitað sáttur með eitt stig eftir því sem á gékk og við erum ennþá taplausir heima þannig við sættum okkur við það en maður hefði viljað meira frá liðinu í dag." sagði Jón Þórir Sveinsson þjálfari Fram eftir 3-3 jafnteflið gegn Víking Reykjavík í Úlfarsárdal í kvöld.


Fram eru taplausir á þessum nýja velli í Úlfarsárdal og virðast Framarar elska að spila á þessum velli.

„Ég held að leikurinn heilt yfir hafi verið skemmtilegur. Víkingarnir náttúrulega frábærir og mikil orka sem þeir settu í leikinn og hrós á þá fyrir það því þeir eru í mjög erfiðu prógrami og fara í virkilega erfiðan leik og strax út í nótt og bara hrós á þá að hafa náð að fókusera á þennan leik eins og þeir gerðu og voru mjög öflugir lengst af en við á móti skorum mörk og við erum alltaf líklegir til þess en þrjú mörk heima vill maður að dugi til að vinna leiki."

Jöfnunarmarkið umdeilda kom undir lok leiksins eftir hornspyrnu frá Fram inn á teiginn og Ingvar Jónsson virtist vera komin með hendurnar á þann bolta þegar Brynjar Gauti Guðjónsson setti boltann í netið.

„Mér sýndist hann ekki vera með hendurnar á boltanum, boltinn liggur þarna fyrir framan og hann er að skutla sér í hann og Brynjar á móti en það var alltaf brot, en það var alltaf brot í aðdraganda fyrsta markinu hjá Víkingum."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.



Athugasemdir
banner