Chelsea og Atletico Madrid hafa komist að samkomulagi um kaupverðið á Samu Omorodion, framherja Madrídarliðsins. Sky Sports greinir frá.
Talið er að Chelsea muni borga Atletico Madrid 34,5 milljónir punda fyrir framherjann sem á enn eftir að spila leik fyrir Madrídarliðið.
Omorodion spilaði fjóra leiki fyrir spænska landsliðið á Ólympíuleikunum, eða 95 mínútur, og skoraði þar eitt mark. Hann er tvítugur og spilar í stöðu framherja.
Hann hefur verið að mála hjá Deportivo Alaves þar sem hann spilaði 35 leiki og skoraði 8 mörk í öllum keppnum í fyrra. Hann gekk til liðs við Atletico Madrid fyrir tímabilið í fyrra frá Granada og vermdi öllu seinasta tímabili á láni hjá Deportivo.
Hann á nokkra landsleiki fyrir unglingalandslið Spánar en hann þykir mikið efni. Hann er gífurlega hávaxinn, eða 193 sentímetrar, en það verður áhugavert að fylgjast með gangi mála hjá honum í Chelsea á komandi leiktíð.