Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
   mið 07. ágúst 2024 12:18
Elvar Geir Magnússon
Carsley stýrir Englandi líklega í leiknum gegn Heimi
Lee Carsley og Curtis Jones.
Lee Carsley og Curtis Jones.
Mynd: Getty Images
Talið er líklegt að Lee Carsley stýri enska landsliðinu í komandi Þjóðadeildarleikjum í september. England mætir Heimi Hallgrímssyni og lærisveinum í Írlandi auk þess að leika gegn Finnlandi en leikirnir eru hluti af B-deild Þjóðadeildarinnar.

Carsley er meðal þeirra sem koma til greina sem næsti landsliðsþjálfari Englands eftir að Gareth Southgate lét af störfum eftir tapleik gegn Spáni í úrslitaleik EM.

Carsley er fyrrum leikmaður Everton en hann hefur þjálfað U21 landslið Englands og vann Evrópumót U21 í fyrra.

Þar sem þjálfaraleitin er í fullum gangi og styttist í leikina tvo er búist við því að Carsley taki um stjórnartaumana í þeim. Hann er í miklum metum hjá enska sambandinu og hefur skilað 23 sigrum í 29 leikjum sem U21 þjálfari.

Leikur Írlands og Englands fer fram í Dublin þann 7. september en þremur dögum síðar leikur enska liðið gegn Finnlandi á Wembley.
Athugasemdir
banner
banner
banner