Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
   mið 07. ágúst 2024 12:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hildur Karítas með slitið krossband
Hildur Karítas Gunnarsdóttir.
Hildur Karítas Gunnarsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hildur Karítas Gunnarsdóttir, lykilleikmaður í liði Aftureldingar, er með slitið krossband og spilar ekki meira á þessu ári.

Þetta staðfestir hún í samtali við Fótbolta.net en hún er á leið í aðgerð.

Þetta er mikið högg fyrir Aftureldingu sem er í baráttu um annað sæti í Lengjudeildinni. Hildur Karítas er einn mikilvægasti leikmaður liðsins.

Hildur Karítas hefur í sumar spilað ellefu leiki í Lengjudeildinni og skorað í þeim fjögur mörk.

Afturelding er sem stendur í fjórða sæti Lengjudeildarinnar, einu stigi frá öðru sætinu. Það eru fimm leikir eftir í deildinni. Næsti leikur Aftureldingar er gegn Fram næstkomandi föstudagskvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner