Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 07. september 2020 21:05
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikir: Lyngby gerði jafntefli við Kaupmannahöfn
Frederik er að berjast um byrjunarliðssætið hjá Lyngby.
Frederik er að berjast um byrjunarliðssætið hjá Lyngby.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Það voru nokkrir Íslendingar í hóp hjá skandínavískum félögum í æfingaleikjum í dag.

Frederik Schram var á bekknum hjá Lyngby sem komst tveimur mörkum yfir gegn FC Kaupmannahöfn en endaði á að gera 2-2 jafntefli.

Hinn efnilegi Hákon Arnar Haraldsson var í hópi hjá Kaupmannahöfn. Hákon er aðeins 17 ára og hefur verið lykilmaður í U16 og U17 landsliðum Íslands.

Ísak Óli Ólafsson var þá í hópi SönderjyskE sem tapaði naumlega fyrir þýska B-deildarliðinu St. Pauli.

Marco Reus er þá kominn aftur úr meiðslum og skoraði í sigri Borussia Dortmund.

Íslendingaliðin Århus, OB og Midtjylland áttu einnig leiki.

Lyngby 2 - 2 FC Kaupmannahöfn
1-0 A. Riel ('25)
2-0 F. Gytkjær ('43)
2-1 K. Wilczek ('53)
2-2 M. Kaufmann ('57)

St. Pauli 1 - 0 SonderjyskE
1-0 B. Tashchy ('29)

Dortmund 2 - 1 Sparta Rotterdam
1-0 Marco Reus ('63)
2-0 I. Pherai ('66)
2-1 E. Emegha ('81)

Odense 2 - 2 Midtjylland

Nordsjælland 2 - 4 Århus
Athugasemdir
banner
banner
banner