Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mán 07. september 2020 22:27
Mist Rúnarsdóttir
Chante: Tók heilan hálfleik að bregðast við
Kvenaboltinn
Chante Sandiford, fyrirliði og markvörður Hauka
Chante Sandiford, fyrirliði og markvörður Hauka
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Mér fannst fyrri hálfleikur ekki góður hjá okkur. Við vorum ekki að færa boltann nógu hratt og vorum opnar varnarlega. Seinni hálfleikur var töluvert betri en það vantaði uppá síðustu sendinguna,“ sagði Chante Sandiford, markvörður og fyrirliði Hauka, eftir 2-0 tap gegn Víkingum í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Haukar

Tapið er mikil vonbrigði fyrir Hauka sem hafa sett stefnuna á að komast upp um deild en eru að dragast aftur úr toppliðum Tindastóls og Keflavíkur. Hvað þurfa Haukar að gera betur til að taka þátt í toppbaráttunni af meiri alvöru?

„Við þurfum að lesa leikinn betur og bregðast við. Sérstaklega í leik eins og þessum. Við vorum með ákveðna hugmynd um hvernig við ætluðum að spila leikinn en þær lágu vel til baka og biðu eftir okkur. Við héldum áfram að fylgja upphaflegu hugmyndinni jafnvel þó við sæjum að það gengi ekki. Það tók okkur heilan hálfleik að laga það. Þegar við komum þessu í lag gekk betur að skapa en mér finnst við þurfa að átta okkur fyrr á hlutunum og bregðast við,“ sagði Chante um vandræði Hauka og viðurkennir að baráttan um úrvalsdeildarsæti verði vissulega strembnari eftir þessi úrslit.

„Þetta verður þá bara aðeins erfiðara. Við þurftum þessi þrjú stig. Við þurfum öll stig sem eru í boði og megum ekki tapa fleirum. Þetta gæti farið að velta á því að önnur lið tapi stigum. Við þurfum bara að reyna að skilja við þennan leik, halda áfram og reyna að sækja öll þau stig sem við getum.“

Nánar er rætt við fyrirliða Hauka í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner