Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 07. september 2020 22:27
Mist Rúnarsdóttir
Chante: Tók heilan hálfleik að bregðast við
Chante Sandiford, fyrirliði og markvörður Hauka
Chante Sandiford, fyrirliði og markvörður Hauka
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Mér fannst fyrri hálfleikur ekki góður hjá okkur. Við vorum ekki að færa boltann nógu hratt og vorum opnar varnarlega. Seinni hálfleikur var töluvert betri en það vantaði uppá síðustu sendinguna,“ sagði Chante Sandiford, markvörður og fyrirliði Hauka, eftir 2-0 tap gegn Víkingum í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Haukar

Tapið er mikil vonbrigði fyrir Hauka sem hafa sett stefnuna á að komast upp um deild en eru að dragast aftur úr toppliðum Tindastóls og Keflavíkur. Hvað þurfa Haukar að gera betur til að taka þátt í toppbaráttunni af meiri alvöru?

„Við þurfum að lesa leikinn betur og bregðast við. Sérstaklega í leik eins og þessum. Við vorum með ákveðna hugmynd um hvernig við ætluðum að spila leikinn en þær lágu vel til baka og biðu eftir okkur. Við héldum áfram að fylgja upphaflegu hugmyndinni jafnvel þó við sæjum að það gengi ekki. Það tók okkur heilan hálfleik að laga það. Þegar við komum þessu í lag gekk betur að skapa en mér finnst við þurfa að átta okkur fyrr á hlutunum og bregðast við,“ sagði Chante um vandræði Hauka og viðurkennir að baráttan um úrvalsdeildarsæti verði vissulega strembnari eftir þessi úrslit.

„Þetta verður þá bara aðeins erfiðara. Við þurftum þessi þrjú stig. Við þurfum öll stig sem eru í boði og megum ekki tapa fleirum. Þetta gæti farið að velta á því að önnur lið tapi stigum. Við þurfum bara að reyna að skilja við þennan leik, halda áfram og reyna að sækja öll þau stig sem við getum.“

Nánar er rætt við fyrirliða Hauka í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner