Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 07. september 2020 22:27
Mist Rúnarsdóttir
Chante: Tók heilan hálfleik að bregðast við
Kvenaboltinn
Chante Sandiford, fyrirliði og markvörður Hauka
Chante Sandiford, fyrirliði og markvörður Hauka
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Mér fannst fyrri hálfleikur ekki góður hjá okkur. Við vorum ekki að færa boltann nógu hratt og vorum opnar varnarlega. Seinni hálfleikur var töluvert betri en það vantaði uppá síðustu sendinguna,“ sagði Chante Sandiford, markvörður og fyrirliði Hauka, eftir 2-0 tap gegn Víkingum í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Haukar

Tapið er mikil vonbrigði fyrir Hauka sem hafa sett stefnuna á að komast upp um deild en eru að dragast aftur úr toppliðum Tindastóls og Keflavíkur. Hvað þurfa Haukar að gera betur til að taka þátt í toppbaráttunni af meiri alvöru?

„Við þurfum að lesa leikinn betur og bregðast við. Sérstaklega í leik eins og þessum. Við vorum með ákveðna hugmynd um hvernig við ætluðum að spila leikinn en þær lágu vel til baka og biðu eftir okkur. Við héldum áfram að fylgja upphaflegu hugmyndinni jafnvel þó við sæjum að það gengi ekki. Það tók okkur heilan hálfleik að laga það. Þegar við komum þessu í lag gekk betur að skapa en mér finnst við þurfa að átta okkur fyrr á hlutunum og bregðast við,“ sagði Chante um vandræði Hauka og viðurkennir að baráttan um úrvalsdeildarsæti verði vissulega strembnari eftir þessi úrslit.

„Þetta verður þá bara aðeins erfiðara. Við þurftum þessi þrjú stig. Við þurfum öll stig sem eru í boði og megum ekki tapa fleirum. Þetta gæti farið að velta á því að önnur lið tapi stigum. Við þurfum bara að reyna að skilja við þennan leik, halda áfram og reyna að sækja öll þau stig sem við getum.“

Nánar er rætt við fyrirliða Hauka í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner