Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 07. september 2020 16:15
Elvar Geir Magnússon
Heimildarmynd um Sir Alex og baráttuna eftir heilablæðinguna
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.
Mynd: Getty Images
Ný heimildarmynd er væntanleg þar sem fjallað er um baráttu Sir Alex Ferguson eftir að hann fékk heilablæðingu. Sýnt er frá því þegar hann jafnaði sig eftir að hafa barist fyrir lífi sínu.

Í maí 2018 var þessi sigursæli fyrrum stjóri Manchester United fluttur með snatri á sjúkrahús eftir heilablæðingu.

Hann gekkst strax undir aðgerð og var í marga daga á Salford Royal spítalanum rétt fyrir utan Manchester.

Jason, sonur Ferguson, er leikstjóri heimildarmyndarinnar en hann tók upp yfir 50 klukkustundir af efni.

Ferguson er einn besti knattspyrnustjóri sögunnar, sá besti að margra mati, en hann er 78 ára gamall og í myndinni sést hann berjast við hættuna á að missa minnið. Þá má sjá stuðninginn sem hann fær frá Cathy eiginkonu sinni og fjölskyldunni.

Heimildarmyndin verður gefin út snemma á næsta ári og verður verður sýnd í kvikmyndahúsum.

Í myndinni verða einnig viðtöl við stjörnur sem þekkja Ferguson vel, þar á meðal Gordon Strachan, Eric Cantona og Ryan Giggs.

Ferguson hætti sem stjóri Manchester United í maí 2013 eftir 27 ára starf. Hann vann 38 titla með félaginu, þar á meðal tvo Meistaradeildartitla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner