Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. september 2022 18:39
Aksentije Milisic
Meistaradeildin: Rangers átti ekki séns í Ajax - Sporting með útisigur
Berghuis setti eitt.
Berghuis setti eitt.
Mynd: Getty Images
Sporting byrjar vel.
Sporting byrjar vel.
Mynd: EPA
Trincao.
Trincao.
Mynd: Getty Images

Tveimur leikjum var að ljúka í Meistaradeild Evrópu en þeir hófust báðir klukkan 16:45.

Í A-riðli áttust við Ajax og Rangers í Hollandi en í D-riðli fengu Evrópudeildarmeistararnir í Eintracht Frankfurt lið Sporting í heimsókn.


Það er skemmst frá því að segja að Ajax hafði mikla yfirburði gegn Rangers en þeir skosku eru mættir í Meistaradeildina á ný.

Ajax valtaði yfir leikinn og vann með fjórum mörkum gegn engu. Rangers átti ekki möguleika gegn spræku liði Ajax en Edson Alvarez kom heimamönnum yfir með skallamarki á 17. mínútu.

Eftir um hálftíma leik skoraði Steven Berghuis en heppnisstimpill var yfir markinu. Hann skaut í varnarmann Rangers og þaðan fór boltinn í netið.

Rangers var nýbúið að taka miðju þegar hinn þræl skemmtilegi Mohammed Kudus skoraði frábært mark fyrir Ajax. Hann þrumaði þá knettinum í stöngina og inn í fjærhornið.

Rangers kom boltanum í netið í síðari hálfleiknum en VAR tók markið af vegna rangstæðu. Það var svo Steve Bergwijn sem kláraði leikinn fyrir Ajax þegar tíu mínútur voru eftir.

Í D-riðlinum gerði Sporting Lissabon góða ferð til Þýskalands. Liðið vann þá öruggan 3-0 útisigur á Frankfurt en þýska liðið byrjar þetta tímabil ekki sérstaklega vel. Það er í tíunda sæti í þýsku deildinni.

Úrslit og markaskorarar:

A-riðill:

Ajax 4 - 0 Rangers
1-0 Edson Alvarez ('17 )
2-0 Steven Berghuis ('32 )
3-0 Mohammed Kudus ('33 )
4-0 Steven Bergwijn ('80 )

D-riðill:

Eintracht Frankfurt 0 - 3 Sporting
0-1 Marcus Edwards ('65 )
0-2 Francisco Trincao ('67 )
0-3 Nuno Santos ('82 )


Athugasemdir
banner
banner