PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
Ásta Eir: Það væri bara mjög mikill skandall
Elísa Viðars: Maður þekkir þær eins og handarbakið á sér
Adda: Ég held að það hafi meira verið í fjölmiðlum og annað
Dagur í lífi Jasmínar - Fótbolta'ick' og skrautlegur golfhringur
„Ef ekki, þá þurfum við bara sem land að líta inn á við"
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Hilmar Árni: Stemningsmaður og hefur gaman af lífinu
Jón Þór: Við vorum klaufar
Túfa: Erum að fara í gegnum mikið mótlæti
Tarik: Væri til að spila við þá í hverjum leik
Arnar Gunnlaugs: Virðist allt stefna í draumaúrslitaleikinn
Haddi: Ef það á að vera gaman að keyra heim, verðum við að vinna
Rúnar Páll: Maður er orðinn góður í því að fara með sömu tugguna
Stubbur: Það væri gaman að vinna þrefalt
Óðinn skoraði í sínum fyrsta leik: Ég hafði alltaf trú á því að ég myndi skora
Rúnar: Ég er drullufúll út í okkur í dag
Óskar Hrafn: Ein besta frammistaða sem ég hef séð Benó eiga í KR treyju
Anton Ari: Hundleiðinlegt að segja þetta en það er dagsatt
Benoný Breki með fernu: Alltaf gaman að fá að taka fótboltann heim
Eyjólfur Héðins: Hafði það ekki á tilfinningunni
banner
   lau 07. september 2024 19:25
Stefán Marteinn Ólafsson
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Lengjudeildin
Axel Ingi Jóhannesson leikmaður Keflavíkur
Axel Ingi Jóhannesson leikmaður Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík heimsóttu nágranna sína í Njarðvík í dag þegar 21.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Bæjarhátíðin Ljósanótt er í fullu fjöri og því vel við hæfi að þessi lið myndu mætast um helgina.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 Keflavík

„Ekkert rosalega góð. Þetta var bara leiðinlegur leikur og sköpuðum lítið. Leiðinlegt að bjóða upp á 0-0 jafntefli á ljósanótt." Sagði Axel Ingi Jóhannesson leikmaður Keflavíkur eftir leik í dag.

„Við vorum ekki nógu clinical í dag allavega. Ég hef séð þetta betra hjá okkur. Það vantaði eitthvað." 

Keflavík voru í dauðafæri á að setja pressu á ÍBV í toppsæti deildarinnar en Keflavík hefðu með sigri í dag tillt sér á topp deildarinnar um stundarsakir hið minnsta. 

„Það er mjög svekkjandi en það er bara næsti leikur og sjáum bara hvernig hinir leikirnir fara. Annars er það bara umspil." 

Það voru ekkert endilega margir sem áttu von á því eftir fyrri umferðina í Lengjudeildinni að Keflavík yrðu í þeirri baráttu sem þeir finna sig í núna. 

„Við fórum að breyta jafnteflum í sigra. Það var vandamálið í fyrri helmingnum. Það voru alltaf jafntefli en svo náðum við að snúa því við og fórum á gott run." 

Nánar er rætt við Axel Inga Jóhannesson í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner