Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   lau 07. september 2024 19:25
Stefán Marteinn Ólafsson
Axel Ingi: Hef séð þetta betra hjá okkur
Lengjudeildin
Axel Ingi Jóhannesson leikmaður Keflavíkur
Axel Ingi Jóhannesson leikmaður Keflavíkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Keflavík heimsóttu nágranna sína í Njarðvík í dag þegar 21.umferð Lengjudeildarinnar hóf göngu sína. 

Bæjarhátíðin Ljósanótt er í fullu fjöri og því vel við hæfi að þessi lið myndu mætast um helgina.


Lestu um leikinn: Njarðvík 0 -  0 Keflavík

„Ekkert rosalega góð. Þetta var bara leiðinlegur leikur og sköpuðum lítið. Leiðinlegt að bjóða upp á 0-0 jafntefli á ljósanótt." Sagði Axel Ingi Jóhannesson leikmaður Keflavíkur eftir leik í dag.

„Við vorum ekki nógu clinical í dag allavega. Ég hef séð þetta betra hjá okkur. Það vantaði eitthvað." 

Keflavík voru í dauðafæri á að setja pressu á ÍBV í toppsæti deildarinnar en Keflavík hefðu með sigri í dag tillt sér á topp deildarinnar um stundarsakir hið minnsta. 

„Það er mjög svekkjandi en það er bara næsti leikur og sjáum bara hvernig hinir leikirnir fara. Annars er það bara umspil." 

Það voru ekkert endilega margir sem áttu von á því eftir fyrri umferðina í Lengjudeildinni að Keflavík yrðu í þeirri baráttu sem þeir finna sig í núna. 

„Við fórum að breyta jafnteflum í sigra. Það var vandamálið í fyrri helmingnum. Það voru alltaf jafntefli en svo náðum við að snúa því við og fórum á gott run." 

Nánar er rætt við Axel Inga Jóhannesson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner