Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
banner
   lau 07. september 2024 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Colwill, Grealish og Gordon byrja - Heimir velur fyrsta byrjunarliðið
Mynd: Getty Images
Evan Ferguson byrjar á bekknum eftir erfið ökklameiðsli.
Evan Ferguson byrjar á bekknum eftir erfið ökklameiðsli.
Mynd: Getty Images
England heimsækir Írland í nágrannaslag í Þjóðadeildinni í dag og hafa byrjunarliðin verið tilkynnt.

Lee Carsley er að stýra enska landsliðinu í fyrsta sinn en hann er bráðabirgðaþjálfari liðsins og er talinn líklegur til að landa þjálfarastarfinu ef vel gengur í næstu leikjum.

Það er ýmislegt sem kemur á óvart í fyrsta liðsvali Carsley, þar sem Jack Grealish, Levi Colwill og Anthony Gordon eru allir í byrjunarliðinu ásamt Harry Maguire.

Phil Foden, Cole Palmer og Ollie Watkins eru ekki með vegna meiðsla og veikinda.

Byrjunarlið Íra er ekki af verri kantinum þar sem mikill meirihluti byrjunarliðsmanna leikur í ensku úrvalsdeildinni og þá eru fimm úrvalsdeildarleikmenn á varamannabekknum.

Heimir Hallgrímsson var ráðinn til starfa sem landsliðsþjálfari Írlands í sumar og stýrir Írum í fyrsta sinn í dag. Þetta verður áhugaverður slagur þar sem einn allra frægasti sigurinn á þjálfaraferli Heimis kom einmitt gegn stjörnum prýddu landsliði Englands.

Írland: Kelleher, Coleman, O'Shea, Collins, Doherty, Molumby, Smallbone, Ogbene, Brady, Idah, Szmodics
Varamenn: Travers, O'Leary, O'Dowda, Omobamidele, Browne, Ferguson, O'Brien, McAteer, Scales, Knight, Robinson, Parrott

England: Pickford, Alexander-Arnold, Maguire, Guehi, Colwill, Mainoo, Rice, Gordon, Grealish, Saka, Kane
Varamenn: Henderson, Pope, Lewis, Stones, Gallagher, Livramento, Konsa, Gibbs-White, Gomes, Bowen, Eze, Madueke
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner