Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   mán 07. október 2019 14:00
Elvar Geir Magnússon
Liepaja, Lettlandi
Hallbera: Eigum að vinna þennan leik
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun þriðjudag mætast Lettland og Ísland í undankeppni EM kvenna en leikurinn verður klukkan 17:00 að íslenskum tíma. Íslenska liðið er mun hærra skrifað en það lettneska og stelpurnar okkar eru staðráðnar í að tryggja sér þriðja sigurinn í jafnmörgum leikjum.

Hallbera Guðný Gísladóttir ræddi við Fótbolta.net á hóteli íslenska liðsins en byrjað var á því að tala um 4-0 tapið gegn Frökkum í vináttulandsleik síðasta föstudag.

„Við áttum ekkert sérstaklega góðan leik og mættum ofjörlum okkar. Þær voru miklu betri en við á öllum vígstöðvum. Þetta var erfitt frá fyrstu mínútu," segir Hallbera.

„Ég veit að við getum átt miklu betri leik en við áttum þarna. Þetta er ágætis áminning, það má ekkert gefa eftir því þessar þjóðir eru ekkert að stoppa."

Ísland er að fara í allt öðruvísi verkefni á morgun og Hallbera segir að það sé óhætt að segja að íslenska liðið eigi að taka öll stigin þrjú.

„Við eigum bara að vinna þennan leik. En þær komust yfir gegn Svíþjóð og þær sænsku áttu erfitt með að brjóta þær niður. Það er bara verkefni fyrir okkur að sýna okkar styrkleika, sérstaklega sóknarlega," segir Hallbera.

Sjáðu viðtalið (sem tekið var í gær) í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner