mið 07. október 2020 11:07
Magnús Már Einarsson
Aron fór stuttu eftir fæðingu: Gott að hafa Heimi og Írisi í sömu götu
Icelandair
Aron eignaðist sitt þriðja barn á dögunum.
Aron eignaðist sitt þriðja barn á dögunum.
Mynd: Getty Images
„Ferðalagið var fínt. Það er skrýtið eins og flest allt í dag. Ferðalagið gekk vel og við vorum nokkuð margir sem komu með sama fluginu frá Köben," sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði á fréttamannafundi í dag.

Aron og Kristbjörg Jónasdóttir eiginkona hans eignuðust í síðustu viku sitt þriðja barn. Aron náði fæðingunni í Katar áður en hann hélt af stað til Íslands.

„Það er alltaf erfitt að fara þegar nýr fjölskyldumeðlimur er kominn heiminn en það er gott að hafa góða að þarna úti. Heimir (Hallgrímsson, þjálfari Al Arabi) og Íris (Sæmundsdóttir) búa í sömu götu og það er gott að hafa þau ef við þurfum á þeim að halda."

„Það er full einbeiting á þetta verkefni. Ég er mjög spenntur að vera kominn aftur og klár þetta verkefni sem framundan er. Maður er mest að pæla í því."


Leikurinn annað kvöld hefst klukkan 18:45 á Laugardalsvelli en sigurliðið mætir Ungverjalandi eða Búlgaríu í næsta mánuði í úrslitaleik um sæti á EM.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner