Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 07. október 2020 13:32
Elvar Geir Magnússon
Fátt um svör frá KSÍ - „Öll mál í vinnslu"
Laugardalsvöllur.
Laugardalsvöllur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru öll mál í vinnslu hjá okkur," segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, en framhald Íslandsmótsins í fótbolta hefur verið í lausu lofti að undanförnu.

Í gær var útlit fyrir tveggja vikna íþróttabann en um kvöldið bárust svo upplýsingar um að íþróttir utandyra yrðu leyfðar.

Almannavarnir standa þó við sín tilmæli um að öllu íþróttastarfi á höfuðborgarsvæðinu verði slegið á frest.

Klara varðist allra spurninga þegar Fótbolti.net ræddi við hana í dag og sagði einfaldlega að málin væru í skoðun.

Verður leikið á Íslandsmótinu um komandi helgi?

„Það er bara verið að skoða allar hliðar á málinu í heild," segir Klara en samkvæmt dagskrá eiga að vera leikir í Pepsi Max-deild kvenna og neðri deildum karla um helgina.

Fótbolti.net reyndi að ná í ÍSÍ við vinnslu fréttarinnar en tókst ekki.
Athugasemdir
banner
banner
banner