Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   lau 07. október 2023 17:42
Haraldur Örn Haraldsson
Logi Hrafn: Markmiðið var að ná Evrópu sem við klikkum bara sjálfir á
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Logi Hrafn Róbertsson leikmaður FH var ánægður með að enda tímabilið á sigri og sáttur með tímabilið í heild sinni. FH vann 3-1 sigur á KR í dag í lokaleik deildarinnar.


Lestu um leikinn: FH 3 -  1 KR

„Mér fannst þetta bara ganga vel. Þetta var svolítið upp og niður hjá okkur, það vantaði kannski stöðugleika og ná að tengja saman sigra. En þetta er bara fyrsta árið í uppbyggingu en við ætlum að gera ennþá betur á næsta ári."

FH endaði tímabilið í fyrra nálægt fallsæti og það voru margir sem spáðu liðinu neðar en þeir enduðu á þessu tímabili. Logi segir samt að markmiðið hafi verið sett hærra en þetta þó að hann sé sáttur með árangurinn.

„Við vorum með markmið að ná Evrópu sem við klikkum kannski bara sjálfir á, en það er alveg hægt að taka fullt af jákvæðum hlutum út úr þessu tímabili, alveg klárt mál."

Logi hefur verið fastamaður í liðinu þó hann sé aðeins 19 ára gamall og þá er spurning hvort hann fari að setja stefnuna á að komast út.

„Auðvitað er markmiðið alltaf að komast í atvinnumennsku en ég var bara að fókusera að klára tímabilið hérna heima og svo erum við að fara í tvo mikilvæga leiki með u21 liðinu núna og bara fullur fókus á það."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner