Benoný Breki Andrésson er leikmaður U18 ára liðs Bologna á Ítalíu. Benoný fór til Bologna á Ítalíu frá Breiðabliki í ágúst í fyrra og var hluti af U17 liði Bologna sem varð Ítalíumeistari í vor. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki og Gróttu.
Í stóra slúðurpakkanum sem birtur var á dögunum var Benoný orðaður við heimkomu til Íslands, orðaður við Víking.
Þær sögusagnir eru ekki réttar og samkvæmt heimildum Fótbolta.net er mikill áhugi á Benoný í Danmörku og Hollandi og líklegt að hann færi sig um set , frá Ítalíu, eftir áramót.
Í stóra slúðurpakkanum sem birtur var á dögunum var Benoný orðaður við heimkomu til Íslands, orðaður við Víking.
Þær sögusagnir eru ekki réttar og samkvæmt heimildum Fótbolta.net er mikill áhugi á Benoný í Danmörku og Hollandi og líklegt að hann færi sig um set , frá Ítalíu, eftir áramót.
Benoný lék með U18 liði Bologna í gær og skoraði tvö mörk gegn Genoa. Hann er kominn með þrjú mörk í vetur í sjö leikjum.
Benoný er fæddur árið 2005 og á að baki fimm leiki með U17 landsliðinu.
Athugasemdir