Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Goretzka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
banner
   fim 07. nóvember 2024 15:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nikolaj kom Víkingum yfir - Var „geðveikt nálægt" því að fara til Japans í sumar
Markinu í dag fagnað.
Markinu í dag fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klassíska fagnið hans Nikolaj.
Klassíska fagnið hans Nikolaj.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Boltinn í leið að marki, fer af varnarmanni og svo í netið.
Boltinn í leið að marki, fer af varnarmanni og svo í netið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nikolaj Hansen skoraði fyrsta markið á Kópavogsvelli í dag þar sem Víkingur spilar á móti bosníska liðinu Borac Bonja Luka í 3. umferð deildarkeppninnar í Sambandsdeildinni.

Nikolaj skoraði á 17. mínútu með vinstri fótar skoti úr teignum eftir fyrirgjöf Karls Friðleifs Gunnarssonar. „Karl Friðleifur með góða fyrirgjöf frá vinstri, Nikolaj Hansen nær einhvernveginn að koma boltanum á markið. Boltinn fer af varnarmanni og í netið. Frábær byrjun Víkinga, komnir verðskuldað yfir!" skrifaði Kári Snorrason sem textalýsir leiknum.

Skömmu síðar tvöfaldaði bakvörðurinn Karl Friðleifur forystuna með marki eftir langt innkast frá hinum bakverðinum, Davíð Erni Atlasyni.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 FK Borac

Nikolaj, sem er 31 árs danskur framherji, hefur verið á Íslandi síðan 2016. Hann var fyrst hjá Val en fór til Víkings sumarið 2017 og hefur verið þar síðan. Hann er í dag fyrirliði Víkings.

Hann var á dögunum í viðtali við danska miðilinn Bold og sagði þar frá því að hann hefði verið mjög nálægt því að fara til Japans í sumar. Það er ekki í fyrsta skiptið sem hann er orðaður við skipti til Japans og hefur Nikolaj sagt sjálfur að hann dreymi um að spila þar.

„Ég var geðveikt nálægt því að fara til Japan um mitt tímabil, en það er ekki það auðveldasta í heimi með fjölskylduna og allt það. Það var japanskt félag sem var að reyna fá mig á láni. Við vorum búin að græja allt, en svo talaði ég við fjölskylduna - og Víkingur hafði ekki mikinn áhuga því að hleypa mér í burtu, sem er rökrétt."

„Þetta var félag í þriðju efstu deild Japan, yndisleg borg og mig hefur alltaf langað til að fara til Japan, svo það heillaði - og ég hefði á sama tíma fengið smá pening fyrir það. En ég get vel skilið Víking. Við vorum á miðju tímabili og félagaskiptaglugginn er aðeins öðruvísi hér. Svo ég var ekkert súr,"
sagði Nikolaj við Bold.


Athugasemdir
banner
banner
banner