Það hafa orðið miklar breytingar hjá Barcelona eftir að Hansi Flick tók við liðinu síðasta sumar.
Börsungar sitja á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og hafa spilað frábæran fótbolta.
Börsungar sitja á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og hafa spilað frábæran fótbolta.
Flick hefur komið inn með mikinn aga en miðjumaðurinn Pedri gaf nýverið dæmi um það hvernig hlutirnir hafa breyst eftir að sá þýski tók við stjórnartaumunum.
„Ef leikmaður kom seint hjá Xavi þá þurfti hann að borga 1000 evrur fyrir hverja mínútu sem hann var seinn um," sagði Pedri en það kerfi er ekki lengur til hjá Flick.
„Ef leikmaður kemur seint núna, þá byrjar hann ekki í næsta leik eða er ekki í hóp."
Athugasemdir