Man Utd og Chelsea leiða baráttuna um 63 milljóna punda Gyökeres - United hefur áhuga á Gortezka og Sane - Samningi Neymar gæti verið rift
   fim 07. nóvember 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Þrír heimamenn framlengja við Reyni
Mynd: Reynir S.
Sandgerðingarnir Helgi Rúnar Hafsteinsson, Sindri Lars Ómarsson og Valur Þór Magnússon hafa allir framlengt við Reyni S út 2025. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Helgi Rúnar er tvítugur miðjumaður sem á sjö deildarleiki með Reyni, þar af sex leiki í sumar.

Sindri Lars er 26 ára gamall bakvörður og verið í lykilhlutverki um árabil. Hann á að baki 169 leiki og 8 mörk í deild- og bikar með Reyni.

Valur Þór er þá tvítugur kantmaður sem á, eins og Helgi Rúnar, sjö leiki að baki í deild með Reyni og gert eitt mark. Hann var að glíma við meiðsli á nýafstaðinni leiktíð og lék því aðeins fjóra leiki.

Reynir féll úr 2. deild í sumar og mun því leika í 3. deild á komandi ári.
Athugasemdir
banner
banner