Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 07. desember 2019 20:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Solskjær: Get ekki kvartað of mikið
Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær.
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, getur verið sáttur með þessa viku eftir sigra gegn Tottenham og Manchester City.

United fór á Etihad-völlinn í kvöld og vann þar 2-1 sigur gegn ríkjandi Englandsmeisturum og nágrönnum sínum í Man City.

„Við munum muna eftir þessum leik," sagði Solskjær. „Við vorum svo hættulegir þegar við fengum boltann og sóttum gegn mögulega besta liði í heimi."

„Þeir eru með ótrúlegt lið. Að ná þessum úrslitum, að verjast eins og við gerðum og skapa þessi færi... við hefðum átt að komast þremur eða fjórum mörkum yfir. Markvörðurinn þeirra kom í veg fyrir það."

„Þetta var eftirminnilegt kvöld fyrir Aaron Wan-Bissaka sem hefur verið ótrúlegur frá því hann kom til félagsins."

„Við vörðumst mjög vel, en ég var svekktur að við skyldum fá á okkur mark úr horni - sem er ekki þeirra styrkleiki. En ég get ekki kvartað of mikið."

Solskjær hrósaði markverðinum David de Gea.

„Hann er besti markvörður í heimi," sagði Solskjær. „Hann er að komast aftur í sitt besta form."
Athugasemdir
banner