þri 07. desember 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hákon fór að hlæja þegar hann sá Tryggva tækla Hauk
Tryggvi Hrafn
Tryggvi Hrafn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bræðurnir Tryggvi Hrafn Haraldsson og Haukur Andri Haraldsson áttust við í æfingaleik á laugardag þegar Valur heimsótti Akranes og spilaði gegn ÍA.

Tryggvi er 25 ára en Haukur er sextán ára. Haukur kom inn á sem varamaður í leiknum og átti Tryggvi tæklingu á Hauk eins og sjá má hér að neðan.

Jóna Víglundsdóttir, móðir strákanna, var beðin um viðbrögð í færslu ÍATV á Twitter.

„Hvað er í gangi hér," var spurt og Jóna merkt við færsluna. „Þetta er “velkominn í fullorðins” frá stóra til litla. Báðir spenntir að mætast aftur," svaraði Jóna og merkti Tryggva í færslu sinni.

Hákon Arnar er bróðirinn sem er á milli Tryggva og Hauks í aldri. Hákon er átján ára og er leikmaður FC Kaupmannahafnar. Fréttaritari spurði Hákon hvað hann hefði hugsað þegar hann sá tæklinguna.

„Ég fór nú bara að hlæja þegar ég sá þetta. Þetta var svo rætt í fjölskyldugrúbbunni," sagði Hákon og vildi ekki fara nánar út í það.

Hann var spurður hvort hann héldi að Haukur myndi hefna sín á Tryggva. „Það gæti vel verið að það gerist," sagði Hákon og hló.

Athugasemdir
banner
banner
banner