Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   lau 07. desember 2024 15:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bose mótið: KR burstaði Aftureldingu
Eiður Gauti Sæbjörnsson í baráttu í leiknum. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin.
Eiður Gauti Sæbjörnsson í baráttu í leiknum. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

KR 5 - 0 Afturelding
1-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('17)
2-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('22)
3-0 Stefán Árni Geirsson ('28)
4-0 Óðinn Bjarkason ('55)
5-0 Róbert Elís Hlynsson ('70)


KR og Afturelding hófu leik í Bose mótinu í dag þegar liðin mættust á KR-vellinum.

Heimamenn voru mun sterkari og á rúmum tíu mínútna kafla var staðan orðin 3-0.

Eiður Gauti Sæbjörnsson sem gekki til liðs við félagið í vetur skoraði fyrstu tvö mörkin og Stefán Árni Geirsson bætti því þriðja við.

Óðinn Bjarkason bætti fjórða markinu við og Róbert Elís Hlynsson negldi síðasta naglann í kistu Aftureldingar.

Afturelding kynnti fjóra nýja leikmenn í gær en bræðurnir Jökull og Axel Óskar Andréssyniir spiluðu í dag. Þórður Gunnar Hafþórsson og Oliver Stefánsson voru ekki með.


Athugasemdir
banner
banner
banner